Tölurnar sem enginn ætlaði að trúa

Fyrir réttum sex árum birtist frétt á Vísi undir yfirskriftinni „Maður ætlaði ekki að trúa þessum tölum.“ Þarna var vitnað í orð Matthíasar Imsland, sem var formaður starfshóps sem átti að kanna fýsileika þess að koma á reglulegu millilandaflugi um flugvellina á Egilsstöðum og Akureyri.

Starfshópurinn lét framkvæma viðamikla greiningarvinnu á mikilvægi beins flugs til þessara landshluta út frá þjóðhagslegum ávinningi. Um málið sagði Matthías: „Við vissum að ávinningurinn yrði mikill en ekki svona mikill […] Við erum að tala um mjög stórar tölur í þessu samhengi sem myndi þýða mikla hreyfingu á hlutunum […] Það vissu allir að mikilvægi beins flug væri mikið en áhrifin yrðu meiri en fólk gerði ráð fyrir.“

Svo mörg voru þau orð. Rituð fyrir sex árum. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, aðallega til Keflavíkur þó. Einungis hefur tekist að koma takmörkuðu millilandaflugi á fót um Egilsstaðaflugvöll, þrátt fyrir mikla vinnu við markaðssetningu flugvallarins. Á því eru eflaust margar skýringar en tvö atriði vil ég nefna sérstaklega sem hafa örugglega ekki hjálpað til. Annars vegar má nefna að öll markaðssetning ISAVIA hefur snúið að Keflavíkurflugvelli, enda ber ISAVIA, lögum samkvæmt, einungis að markaðssetja þann flugvöll. Hins vegar má nefna að á sama tíma og tugum milljarða hefur verið varið í uppbyggingu Keflavíkurflugvallar hefur Egilsstaðaflugvöllur legið óbættur hjá garði. Það var ekki fyrr en núna nýlega að fjármunir fundust til að setja nýtt slitlag á flugbrautina.

Nú þurfum við að girða okkur í brók og hefja stórsókn í málefnum Egilsstaðaflugvallar, m.a. með því að lengja flugbrautina (líkt og ráð er gert fyrir í aðalskipulagi), stækka flughlað og útbúa akbraut fyrir flugvélar meðfram lendingarbraut, auk þess sem tryggja þarf leiðsagnar- og aðflugsbúnað af nýjustu gerð á hverjum tíma. Áframhaldandi markaðssetning myndi svo tryggja völlinn í sessi sem alvöru fluggátt inn í landið fyrir flugvélar af öllum stærðum og gerðum, hvort sem þær flytja fólk eða frakt.

En til þess þarf pólitískan vilja. Ég mun svo sannarlega leggja mitt af mörkum, fái ég brautargengi við Alþingiskosningarnar í haust.

Upprunaleg birtingAusturfrétt

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...