Píratar XP

Vigdís Fríða nýr formaður Pírata í Kópavogi

Aðalfundur Pírata í Kópavogi fór fram í upphafi vikunnar. Þar samþykktu Píratar tvíþætta áskorun til Kópavogsbæjar, auk þess að kjósa í nýja stjórn félagsins.

Píratar hafa verið í mikilli sókn í Kópavogi að undanförnu. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, fulltrúi Pírata í bæjarstjórn Kópavogs, hefur unnið þar hvern sigurinn að undanförnu; skemmst er að minnast baráttu hennar gegn leynistyrkjunum til Sjálfstæðisflokksins, sem lauk með fullnaðarsigri Pírata á dögunum, og innleiðingu nýrrar ítarlegrar hagsmunaskráningar fyrir kjörna fulltrúa – í anda píratalegs gagnsæis.

Píratar voru því vígreifir á aðalfundi sínum í vikunni, þar sem ný stjórn var kjörin sem fyrr segir. Í nýju stjórninni eru þau Matthías Hjartarson, Hákon Jóhannesson og Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, sem er jafnframt nýr formaður Pírata í Kópavogi.

Stjórnsýslufræðingur og grænkeri
Vigdís Fríða tekur við embættinu af Indriða Inga Stefánssyni sem hefur verið formaður Pírata í Kópavogi frá árinu 2018. Vigdís er 25 ára Kópavogsbúi og er um þessar mundir í fæðingarorlofi með dóttur sinni sem fæddist á nýársdag. Vigdís er félagsfræðingur frá Háskóla Íslands með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu.

Málefni barna eru Vigdísi sérstaklega hugleikin en í meistaraverkefni sínu kannaði hún hvernig staðið er að samráði við börn í íslenskri stjórnsýslu. Þá skrifaði Vigdís handbók ungmennaráða fyrir sveitarfélög og kom að skipulagningu fyrsta barnaþingsins á Íslandi. Samhliða þessu hefur Vigdís verið stjórnmaður í Samtökum grænkera á Íslandi.

Píratar um allt land óska nýri stjórn innilega til hamingju með kjörið og hlakka til að vinna með þeim að komandi sigrum.

Meira samráð, meira grænt
Á aðalfundinum samþykktu Píratar jafnframt tvíþætta áskorun til Kópavogsbæjar. Annars vegar skora Píratar á bæjarstjórnina að stórauka íbúasamráð í Kópavogsbæ. Píratar telja nauðsynlegt að tryggja íbúum bæjarins virka aðkomu að málum sem snerta þá beint; umhverfi þeirra, stjórnsýslu og nærsamfélagi.

Þar að auki hvetja Píratar bæjarstjórn Kópavogs til að taka loftslagsmálin fastari tökum. Þau eru óneitanlega stærsta úrlausnarefni samtímans og tækifærin fyrir Kópavogsbæ til að taka forystu í þessum málum eru mýmörg. Gott fyrsta skref væri að loftslagið og umhverfið yrðu í forgrunni við alla ákvarðanatöku bæjarins. Skjaldarmerki Kópavogs er fagurgrænt og bærinn á að endurspegla það.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X