Hver sem er getur sent inn mál til Úrskurðunarnefndar. Mál skulu berast skriflega í tölvupósti á netfangið urskurdarnefnd@piratar.is.

Hvert mál þarf að vera sent inn sem útfyllt eyðublað sem inniheldur úrskurðaratriði, sem er það sem lagt er fyrir nefndina að skera úr um. Mál má þar að auki innihalda vísanir í viðkomandi lagagreinar, rökstuðning, bakgrunn, og önnur atriði sem skýra málið betur.

Eyðublað fyrir mál til úrskurðarnefndar (google docs)

Til að nota eyðublaðið er hægt að hala því niður sem skjal sem hægt er að rita í.
Innskráðir Google (gmail) notendur geta búið til sitt eigið afrit og fyllt formið út beint úr vafra með því að búa til afrit í gegnum File – Make a copy og vista í eigin möppu.
Skjalinu má breyta í pdf til innsendingar með því að velja Print – Print/Save as PDF

Úrskurðaratriðið skal vera stutt og hnitmiðað til að nefndin geti tekið skýra afstöðu til þess. Úrskurðaratriðið þarf alla jafnan ekki að vera lengra en 1-2 skýrar setningar eða um 50-100 orð. Rökstuðningur má vera lengri en forðast skal óþarfa orðalengingar. Vísunum í lagagreinar skal fylgja afrit af viðkomandi lagagrein eins og hún stendur þegar innsendandi vísar til hennar. Ef þörf er á má áherslumerkja viðeigandi atriði í þeim lagagreinum sem vísað er til.

Til að auðvelda úrvinnslu er gott að setja mál upp með kaflaskilum og fyrirsögnum eins og við á.

Hafa ber í huga að Úrskurðunarnefndin er skipuð mannfólki sem þarf að lesa og skilja málið til að geta afgreitt Úrskurðunaratriðið. Óþarfa orðalengingar, málfræði- og innsláttarvillur og annað í þeim dúr gerir nefndinni bara erfiðara að sinna sínu hlutverki.

Nefndin fundar að jafnaði aðra hverja viku eða eftir þörfum. Nefndin tekur sér að jafnaði að minnsta kosti 14 daga til að kynna sér hvert mál.

Ef þurfa þykir má kalla saman félagsfund til að setja saman mál til Úrskurðunarnefndar til að hún samræmist tilmælum þessum, áður en hún er send inn til Úrskurðunarnefndar.