Íslykill er opinber raflykill sem er notaður til auðkenningar á netinu, til dæmis við skráningu í trú- og lífsskoðunarfélag og breytingu lögheimilis eða til að skrá sig í vefkosningakerfi Pírata. Hægt er að auðkenna sig ýmist bæði með notandanafni og lykilorði (Íslykli) eða með rafrænum skilríkjum. Með því að nota þessa tækni er okkur kleift að öðlast lögmæti við rafræna undirskriftasöfnun sem áður var ekki möguleg á netinu. Iðulega þarf ekki nema netfang til staðfestingar í undirskriftasöfnunum á netinu, en með því að nýta Íslykilinn tryggjum við að hver einstaklingur sé raunverulega sá sem hann segist vera. Ekki má rugla Íslykli við Auðkennislykilinn sem er annað apprarat á vegum bankanna.

Meira um Íslykilinn á vef Þjóðskrár (http://www.islykill.is)

Skráning í kosningakerfið