Skip to main content

Markmið Pírata: Ný stjórnarskrá

Ný stjórnarskrá

Virðum vilja þjóðarinnar – klárum málið!

21. aldar stjórnarskrá

Samfélagið hefur þróast hraðar en stjórnkerfið, því er þörf á nýjum samfélagssáttmála á mannamáli.

Ný stjórnarskrá Íslands:

Stjórnarskrá á mannamáli

Núgildandi stjórnarskrá er óskýr og úrelt. Þrískipting valdsins, völd forseta og pólitísk ábyrgð eru illa skilgreind og ótrygg. Stjórnskipan landsins byggist á túlkunum, hefð og jafnvel hentistefnu stjórnvalda og við þurfum stjórnarskrá sem fólk skilur og tryggir pólitíska ábyrgð.

Efnum loforðið frá lýðveldisstofnun

Þjóðinni hefur verið lofað nýrri stjórnarskrá frá árinu 1944. Nú eigum við nýja stjórnarskrá.Ný stjórnarskrá er tilbúin. Virðum niðurstöðuna úr þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 og klárum málið.
Stefna Pírata um stjórnskipunarlög