Skip to main content

Markmið Pírata: Landbúnaðarstefna

11. Landbúnaður

Markaðsfrelsi með stuðningi.

Endurskoðum búvörusamninga hið fyrsta

Stefna Pírata er að nýsamþykktir búvörusamningar skuli aflagðir og nýju landbúnaðarkerfi komið á. Stjórnvöld skuli leita leiða til endurskoðunar samninganna hið fyrsta, í samráði við bæði bændur og neytendur.

Stefna Pírata um landbúnaðarmál

Afnemum tolla á landbúnaðarvörum í skrefum

Tollar á matvæli og innflutningshömlur, aðrar en af heilbrigðisástæðum, lækki í áföngum og falli að lokum niður.

Stefna Pírata um tolla og innflutningshömlur á grænmeti

Afnemum undanþágur matvælafyrirtækja frá samkeppnislögum

Undanþágur frá samkeppnislögum varðandi vinnslu og dreifingu búvara falli niður og framleiðsla, vinnsla, dreifing og sala matvæla falli undir samkeppnislög.

Landbúnaðarstefna Pírata

Skynsamlegur stuðningur gagnast bæði bændum og neytendum

Virkir bændur sem viðhafa viðurkenndar starfsaðferðir eiga rétt á grunnstuðningi. Grunnstuðningi er ætlað að tryggja afkomuöryggi bænda. Stjórnvöldum ber að skilgreina hvað telst virkur bóndi og upphæð fulls grunnstuðnings. Viðurkenndar starfsaðferðir teljast varða fæðuöryggi, dýravelferð, velferð plantna, sjálfbæra landnýtingu, loftslagsvernd, vatnsvernd, ástand ræktaðs lands og fleira. Sérstakur stuðningur ætti að bjóðast ungum bændum og fyrir valkvæð verkefni sem stuðla að vernd loftslags og umhverfis, dýravelferð, vöruþróun, tækniþróun, upprunamerkingu o.fl.

Landbúnaðarstefna Pírata