Skip to main content

Markmið Pírata: Ísland sem áfangastaður

13. Ísland sem áfangastaður

Sjálfbær og sterk ferðaþjónusta til framtíðar.

Ferðaþjónusta til framtíðar

Ferðaþjónusta er orðin einn allra mikilvægasti atvinnuvegur landsins og auðsýnt að ferðamennskan auðgar mannlífið. Uppbygging ferðaþjónustunnar krefst skýrrar stefnumótunar, þar sem sjálfbærni og fagmennska eru höfð að leiðarljósi við uppbyggingu á þjónustu, samgöngum og aðbúnaði á viðkomustöðum ferðamanna. Tryggja þarf viðhald og uppbyggingu á innviðum landsins samhliða auknum ferðamannastraumi og dreifa álagi af viðkvæmum svæðum. Aukinn hluti hagnaðar vegna ferðaþjónustu á hverjum stað verði eftir í nærsamfélaginu. Framkvæmdir verði afturkræfar, falli að staðháttum og spilli ekki upplifun gesta eða réttindum komandi kynslóða.

Ferðamálastefna Pírata

Gistináttagjaldið til sveitarfélaganna

Gistináttagjald verði notað til að fjármagna betur uppbyggingu innviða í ferðaþjónustu. Gjaldið renni í auknum mæli til sveitarfélaga á starfssvæði gistiþjónustunnar og verði prósentuhlutfall af verði gistingar, frekar en föst upphæð.

Ferðamálastefna Pírata

Langtímaáætlun með öryggi og umhverfisvernd að leiðarljósi

Gerð verði langtímaáætlun um skipulag og uppbyggingu ferðaþjónustu á Íslandi. Sú langtímaáætlun miði m.a. að því að tryggja vernd íslenskrar náttúru, efla samráð ólíkra aðila í ferðaþjónustu, styðja við sjálfsákvörðunarrétt nærsamfélaga, tryggja fullnægjandi menntun í ferðaþjónustu, tryggja öryggi ferðamanna, auka framlög til björgunarsveita og dreifa álagi vegna ferðamannastraums á fleiri staði á landinu.

Ferðamálastefna Pírata