Skip to main content

Markmið Pírata: Ísland meðal þjóða

Ísland meðal þjóða

Þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna við ESB

Efnum svikin loforð og hættum að taka ákvarðanir með leynilegum bréfum. Píratar vilja færa þjóðinni valdið í reynd með því að treysta henni til að taka upplýsta ákvörðun um sameiginlega hagsmuni. Þjóðin á að ráða svona stóru máli sjálf. Stjórnvöld eru í vinnu fyrir þjóðina og eiga að fylgja fyrirmælum hennar af heilum hug – það er enginn pólitískur ómöguleiki í því.

Stefna Pírata í kosningu um ESB viðræður

Tökum betur á móti innflytjendum, flóttamönnum og hælisleitendum

Landamæri þjóða eru manngerð fyrirbæri sem koma oft í veg fyrir sjálfræði fólks og jafnræði á milli fólks af ólíkum uppruna, trúarbrögðum eða stöðu að öðru leyti. Mannúð og mannréttindi eiga að gilda um alla einstaklinga, óháð landamærum, og okkur ber siðferðisleg skylda til að hjálpa fólki í neyð. Píratar vilja að Ísland taki á móti fleiri flóttamönnum og hælisleitendum og taki almennt betur á móti fólki sem vill setjast hér að. Við viljum samræma íslenska innflytjendastefnu með það að markmiði að jafnræðis sé gætt gagnvart öllum erlendum ríkisborgurum og leitað eftir þátttöku þeirra í ákvarðanatöku sem snertir þá.

Almenn stefna Pírata um útlendinga