Skip to main content

Markmið Pírata: Eflum byggðir

12. Eflum byggðir

Styrkjum sveitarfélögin

Grunnstoðir handa öllum, alls staðar

Til þess að það sé raunverulega hægt að búa um allt land þarf grunnþjónusta að vera til staðar fyrir alla landsmenn og sveitarfélög þurfa aukið fjármagn til að geta sinnt sínum lögbundnu skyldum. Ákveðið hlutfall skatta af rekstri og störfum fyrirtækja skal renna beint til þess sveitarfélags þar sem starfsemi eða verslun fer fram. Tryggt skal að farið sé að lögum sem þegar eru í gildi um fjármögnun þeirra verkefna sem hafa verið færð frá ríki til sveitarfélaga. Ætíð skal gera ráð fyrir að breytingar séu gerðar í samráði við heimamenn og að ákvarðanavald sé í höndum nærsamfélagsins.

Ný stjórnarskrá: “Á hendi sveitarfélaga skulu vera þeir þættir opinberrar þjónustu sem best þykir fyrir komið undir staðbundinni stjórn þeirra svo sem nánar skal kveðið á um í lögum.”

Stefna Pírata um útsvar fyrirtækja

Ný stjórnarskrá: http://www.stjornlagarad.is/starfid/frumvarp/grein/item35400/

Almennilegar almenningssamgöngur

Tryggðar verði viðunandi almenningssamgöngur til allra þéttbýlisstaða á landinu.

Ferðamálastefna Pírata