Skip to main content

Valborg Sturludóttir

Reykjavíkurkjördæmi suðurHver er píratinn og af hverju er hún hér?

Ég er kennaranemi og ég er hér til að leggja hönd á plóg í að endurræsa Ísland.

Hvaða stefnumál, úr samþykktum stefnum Pírata, þykja þér mikilvægust fyrir komandi kjörtímabil?

Stjórnarskráin, menntamálin og gegnsæi í stjórnsýslu

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já, sem fyrst.

Með hvaða hætti telur þú líklegast að Píratar geti fengið málum sínum framgengt á þingi?

Með því að fá fleira fólk inn á þing, með fleiri sætum í nefndum og/eða með því að vera í stjórn.

Myndir þú segja af þér þingmennsku ef þú sæir þér ekki fært um að vinna með þingflokki pírata?

Já.

Ferilskrá frambjóðanda: 

Ég lauk MR árið 2008
Ég lauk BSc í tölvunarfræði 2013
Ég starfaði hjá Tryggingamiðstöðinni á árunum 2013-2015 sem hugbúnaðarsérfræðingur
Og hjá Háskóla Íslands 2015-2017 í hlutastarfi sem dæmakennari í tölvunarfræði
Á meðan námi stóð svaraði ég í síma hjá Hreyfli Bæjarleiðum, var frístundaleiðbeinandi hjá ÍTR, var í móttöku á speglunardeild Landspítalans, vann við endurbyggingu á hóteli í Danmörku í nokkrar vikur, milli menntaskóla og Háskóla, og var í aðhlynningu aldraðra á Landakoti.
Nú er ég í þverfaglegu meistaranámi, menntun framhaldsskólakennara MS og er áætluð útskrift jól 2018.

Síða frambjóðandans á kosningavef Pírata

Hagsmunaskráning frambjóðanda:

Ég á engin hlutabréf, hef aldrei verið í stjórn fyrirtækis og skulda námslán og af íbúð til Arionbanka.