Skip to main content

Trausti Björgvinsson


Notice: Undefined offset: 0 in /var/www/virtual/piratar.is/htdocs/wp-content/themes/piratar-child/single-frambjodendur.php on line 22

Notice: Trying to get property 'name' of non-object in /var/www/virtual/piratar.is/htdocs/wp-content/themes/piratar-child/single-frambjodendur.php on line 22Kæru Píratar.

Mitt nafn er Trausti Björgvinsson og er 53 ára. Ég á tvö börn Caroline og Alex,eiginkona mín er Sigrún Ásgeirsdóttir. Ég bý í Reykjanesbæ og starfa sem húsvörður í grunnskóla.

Ég held að ég hafi alltaf verið Pírati inni við beinið, ungur að árum gekk ég til liðs við flokk sem vildi breytingar á Íslandi og var það flokkur mannsins þar barðist ég í grasrótinni með öðru góðu fólki, ekki varð neitt úr því að flokkurinn næði árangri til að breytingar yrðu, og gafst ég þá upp og fluttist úr landi, ég valdi velferðarríkið Svíþjóð og var þar í 14 ár.

2002 kom ég aftur til Íslands og hóf störf sem framleiðslustjóri hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í efnablöndum fyrir matvæli þar starfaði ég í sjö ár.

2014 tók ég þátt í að stofna Pírata í Reykjanesbæ og sat þar í stjórn, við buðum fram í sveitarstjórnarkosningum það ár og var ég þar sem oddviti flokksins, ekki gekk það upp að koma fólki inn í bæjarstjórnina, (en allavega féll meirihluti sjálfstæðisflokks sem hafði verið með óreiðustjórn í 12 ár.) Ég tók aftur sæti í stjórn Pírata á Suðurnesjum eins og það nú heitir á aðalfundi 2016.

Ég ákvað að bjóða mig fram á framboðslista suðurkjördæmis þar sem ég tel mig hafa það sem þarf til að takast við þau verkefni sem bíða okkar. Nýa stjórnarskráin er það mikilvægasta að mínu mati og vill ég sjá hana verða að veruleika sem fyrst. Heilbrigðiskerfið verðum við að bæta og á það að vera forgangsmál. Auðlindir okkar eiga að gefa arð til þjóðar en ekki útvalda einstaklinga eins og nú er. Öryrkjar og ellilífeyrisþegar verða að geta treyst á að geta lifað mannsæmandi lífi. Ísland er ein af ríkustu þjóðum heims og það á ekki að eiga sér misskipting á þeim auð sem þjóðarbúið aflar.

Suðurkjördæmi þarf að hafa sterka aðila á þingi sem eru tilbúnir að gefa sig 100% fram fyrir kjördæmið og tel ég mig vera einn af þeim.

Með kærri kveðju,

Trausti Björgvinsson.