Skip to main content

Þorsteinn K. Jóhannsson

Reykjavíkurkjördæmi norðurHver er píratinn og af hverju er hann/hún hér?

Píratinn heitir Þorsteinn K. Jóhannsson og er framhaldsskólakennari og fagstjóri í Tækniskólanum. Ég er hér kominn til að ljá Pírötum krafta mína og sigla með þeim í átt til sigurs.

Hvaða stefnumál, úr samþykktum stefnum Pírata, þykja þér mikilvægust fyrir komandi kjörtímabil?

Jafnréttis, mennta og velferðarmál.

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Það er löngu orðið tímabært að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar og unnið með þær áfram.

Með hvaða hætti telur þú líklegast að Píratar geti fengið málum sínum framgengt á þingi?

Svo virðist sem málefnaleg umræða sé ekki nóg til að koma málum í gegn. Þetta er alltaf spurning um meirihluta. Það sem píratar þurfa að gera er að vera stanslaust í sókn en á málefnalegum grundvelli. Með því að standa í lappirnar og vera sýnileg í umræðunni, er hægt að efla fylgi flokksins. Einnig er mikilvægt að Píratar komi mikilvægum málum að sem skipta samfélagið máli, ef stjórnarflokkar koma í veg fyrir slík mál er hægt að nota það sem vopn gegn þeim.
Gefum okkur það að Píratar séu einir af sjórnarflokkunum, þá er mikilvægt að mál sé sett fram sem einhugur er um milli sitjandi alþingismanna. Óeining með mál sem eru sett fram minnka túrverðugleika flokksins. Ég er ekki að segja að fólk geti ekki haft sínar skoðanir, heldur það að ítarleg umræða fari fram um öll mál sem eru lögð fram á þingi.

Myndir þú segja af þér þingmennsku ef þú sæir þér ekki fært um að vinna með þingflokki pírata?

Að sjálfsögðu.

Ferilskrá frambjóðanda: 

Menntun
2010-2011 Háskóli Íslands – M.Ed í stjórnunarfræði menntastofnanna
2007-2010 Háskóli Íslands – M.Ed í náms- og kennslufræðum, stærðfræðimenntun
2004-2007 KHÍ – B.Ed í náms- og kennslufræðum, stærðfræðimenntun
2002-2003 Fjölbraut við Ármúla – stúdentspróf
2001-2002 Margmiðlunarskólinn – Almennt nám í upplýsingatækni

Starfsferill
2013 – dagsins í dag Tækniskólinn – Framhaldsskólakennari og fagstjóri í stærðfræði
2010 – 2013 Menntaskólinn í Kópavogi – Framhaldsskólakennari í stærðfræði
2008 – 2010 Borgaskóli – Grunnskólakennari
Umsjónarkennari, náttúrufræði- og stærðfræðikennari á unglingastigi.
2009 – sumar Námsmatsstofnun – Hópstjóri
Yfirferð á stærðfræðihluta PISA rannsóknarinnar. Tók sumarfríið í þessa vinnu.
2009 – vor Unglingasmiðjan Stígur – Uppeldis- og meðferðarfulltrúi
Umsjón með unglingum.
2007 – 2008 Háskólinn á Bifröst – Stærðfræði- og upplýsingatæknikennari í frumgreinadeild á framhaldsskólastig, bæði staðnám og fjarnám.
2006 – 2007 Háteigsskóli – 40% starf með bakkalárnámi
Forfallakennsla, stuðningur við nemendur í erfiðleikum með stærðfræði og íslenskukennsla í móttökudeild.
2006 – 2007 Tölvulistinn – 40% starf með bakkalárnámi
Vann sem aðstoðarverslunarstjóri í Nótatúni 17.
2000 – 2006 BT tölvuverslun – 2 ár fullt starf og 4 ár hlutastarf
2 ár – Deildarstjóri.
4 ár – Aðstoðarverslunarstjóri í ýmsum verslunum.
1992 – 2000 Svæðisskrifstofa málefni fatlaðra Reykjaness – Fullt starf
Vann sem stuðningsfulltrúi á fjölmörgum stöðum (sambýlum, skammtímavistunum, dagsvistunum og heimilum) en þó aðallega með hreyfihömluðum og einhverfum.
1990 – 1992 Stofnaði og rak afþreyingarverslunina Goðsögn sem heitir nú í dag Nexus.
Tölvu-, bóka og spilaverslun en ég kem ekki nálægt rekstri Nexus í dag.

https://x.piratar.is/accounts/profile/TorsteinnKJ/

http://tolvufikn.is/ (

Hagsmunaskráning frambjóðanda:Engir hagsmunir nema þeir að ég á fatlaða dóttur og er kennari sem þýðir að ég verð án efa hlutdrægur þegar menntamál og velferðarmál eru í umræðunni.

Annað?: Helstu kostir mínir
• Skipulagður og vanur að taka að mér krefjandi verkefni
• Reglusamur og reyklaus
• Hef gott frumkvæði og er metnaðarfullur
• Á auðvelt með samskipti við fólk
• Hef margra ára reynslu í rekstri fyrirtækja
• Hef hæfileika til að sjá fleiri en eina hlið á málum