Skip to main content

Sigurður Unuson

Reykjavíkurkjördæmi suðurHver er píratinn og af hverju er hún hér?

Ég er Sigurður, landvörður, stuðningsfulltrúi og borgarbóndi. Ég vil að við tökum ábyrgð á umhverfismálum og verum í öllum gjörðum virkir þáttendur í vistkerfinu sem við höfum ekki val á að segja sig okkur úr. Þess vegna þurfum við líka að læra að hanna okkur stjórnmál samkvæmt náttúrulegum ferlum.

Hvaða stefnumál, úr samþykktum stefnum Pírata, þykja þér mikilvægust fyrir komandi kjörtímabil?

Að nýja stjórnarskráin taki gildi, beint lýðræði og gagnsæi í stjórnsýslu. Það vantar stefnu um umhverfismál en grunnstefnan mjög gagnleg skynsamlegri ákvarðanatöku á nýtingu auðlinda, en þar er ótalin er vinna gegn hnattrænni hlýnun og umhverfisvænn flutningur og nýting jarðargæða. Heilbrigðiskerfi stærri hluta af fjárlögum svo við búum við lífsnauðsynlegan tækjabúnað, nægan mannauð, mannúðlegt álag í starfi, en líka betri nálgun er varðar geðheilbrigði, jurtalækningum, jurtamisnotkun, mataræðis, hreyfingu og útiveru.

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já það er vilji þjóðarinnar og grundvöllur réttlátrar lagasetningar á Alþingi.

Með hvaða hætti telur þú líklegast að Píratar geti fengið málum sínum framgengt á þingi?

Með því að hlusta, vinna með öðrum og þá sérstaklega að dreifa valdinu svo hæfari einstaklingar geti lagfært, fagna fjölbreytileikanum, breyta um aðferðir eftir þörfum og vera ávalt róttæk, með skapandi en gaghrýna hugsun.

Myndir þú segja af þér þingmennsku ef þú sæir þér ekki fært um að vinna með þingflokki pírata?

Ég hef ekki reynslu af því og hef ekki trú á innantómum yfirlýsingum.

Ferilskrá frambjóðanda: 

Nám
2012-2013 Kinsale College of Futher Education, Cork, Írland
Vistrækt (Permaculture) Permaculture Design Certificate.

* Hönnun á landi útfrá ferlum náttúrunnar.
* Garðyrkja með lífrænum aðferðum
* Heildrænt skipulag á mannleg umsvif
* Lausnir á umhverfisvanda

2003-2009 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Reykjavík
Stúdent af listnámsbraut, rýmishönnun

* Rýmishönnun og skúltúrgerð
* Anatómía og módelteikning
* Gagnrýn, skapandi hugsun
* Skrásetning á verkferlum

Atvinna

2015-2017 Landvörður
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum

* Eftirlit með ákvæðum um friðlýsingu, köfunarleyfum, veiðivarsla
* Halda gönguleiðum aðgengilegum og öruggum
* Leiða fræðslugöngur og veita innsýn í lýðræðissögu þjóðarinnar
* Hjálpa týndum ferðamönnum og skapa rólegt andrúmsloft

2015-2016 Frístundaleiðbeinandi
Kringlumýri, Reykjavíkurborg

* Skapa rými þar sem börnin geta leikið sér eftir skóla
* Bjóða upp á áhugaverð viðfangsefni
* Gefa þeim tækifæri á að þroskast og ögra sjálfum sér
* Vera til staðar að leysa vandamál

2012-2014 Landvörður
Vatnajökulsþjóðgarður – Skaftafell

* Stuðla að náttúruvernd gegnum fræðslu og eflingu skilnings á umhverfi meðal fólks
* Upplýsingar um gönguleiðir og þjónusta til gesta þjóðgarðsins
* Umsjón með tjaldsvæði, gönguleiðum, rusli, þrifum
* Skipulagning stuttra fræðsluganga og annarra viðburða, fræðslu á vettvangi

 

2011-2012 Sjálboðaliði í vistræktarverkefnum

* Virkur meðlimur á býlum á Írlandi og Portúgal
* Grænmetiræktun, trjáumhirða, afurðavinnsla
* Húsasmíði, einangrun húsa og önnur smíðavinna
* Hönnun í samstarfi við ræktendur

Ferilskrá frambjóðanda (á pdf formi)

Síða frambjóðandans á kosningavef Pírata

Heimasíða frambjóðandans

Hagsmunaskráning frambjóðanda:

Stjórnarseta í félögum

2017 Seljagarður, borgarabýli. Formaður
Samfélagslega rekið ræktunarfélag sem annast skipulag á matjurtagörðum við Jaðarsel

* Hönnun og skipulagning á ræktunarsvæði
* Umsjón með félagslandbúnaði
* Viðburðaskipulagning og verkefnastjórnun
* Ræktun á landi, sáning, umhirða, uppskera

 

2016-2017 Vistræktarfélag Íslands. Meðstjórnandi
Samfélag virkra þáttkenda í hönnun á vistrækt

* Verkefnastjórnun
* Ráðgjöf í vistræktarhönnun
* Fræðsla gegnum viðuburði félagsins
* Leiða umræðu um sjálfbærni