Skip to main content

Sigrún Dóra Jónsdóttir

SuðurkjördæmiHver er píratinn og af hverju er hún hér?

Ég heiti Sigrún Dóra og er 38 ára gömul. Ég er fædd og uppalin í Vík í Mýrdal en hef búið í Reykjanesbæ undanfarin níu ár. Fyrst og fremst er ég móðir fjögurra barna og húsmóðir en þar að auki öryrki og matráður í íhlaupavinnu.

Hvaða stefnumál, úr samþykktum stefnum Pírata, þykja þér mikilvægust fyrir komandi kjörtímabil?

Að mínu mati er Grunnstefnan sú sem gildir yfir allar mínar skoðanir. Leigu og húsnæðismál eru mér verulega hugleikin og mikilvæg þar sem ég sjálf er heimilislaus í annað skiptið á þremur mánuðum. Velferðarkerfið í heild sinni, málefni öryrkja og aldraðra, heilbrigðisþjónusta, borgaralaun og verndun hafsins er mér þar að auki mikilvæg. Fyrst, fremst og síðast eru það leigu og húsnæðismál

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Með hvaða hætti telur þú líklegast að Píratar geti fengið málum sínum framgengt á þingi?

Með heillindum, heiðarleika og hæfni til samstarfs þeim sem styðja sömu málefni og við. Ég tel alla þá sem á annað borð aðhyllast stefnu Pírata og eru sömu hugsunar hæfna til starfa og er þess fullviss að með réttlætið að leiðarljósi munum við standa stolt.

Myndir þú segja af þér þingmennsku ef þú sæir þér ekki fært um að vinna með þingflokki pírata?

Ferilskrá frambjóðanda: 

Síða frambjóðandans á kosningavef Pírata

Hagsmunaskráning frambjóðanda: