Skip to main content

Nói Kristinsson

Reykjavíkurkjördæmi norðurÉg heiti Nói Kristinsson og ég hef ákveðið að bjóða mig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður. Ég mun standa mig í hverju því sæti sem sem Píratar treysta mér fyrir.

Ég er tveggja barna faðir í hlíðunum og verkefnastjóri á leikskóla. Mitt markmið er að hjálpa til við að skapa framtíð á Íslandi sem ég get verið stoltur af að afhenda börnunum mínum.

Ég er með BA í myndlist. 
MA í mannfræði með áherslu á listir og menningu.
 MA í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á upplýsingatækni ungra barna.

Helstu áherslur mínar eru:
Mennta- og menningarmál.
Opið menntaefni á Íslandi.
Nýja stjórnarskráin og að koma henni að.
Evrópumál og ESB (kosning um framhald í tengslum við ESB).
Höfundaréttarmál.
Yfirhalning á íslensku heilbrigðiskerfi
Nánari upplýsingar má finna á síðunni minni.

Ég kem hreint fram og segi:
Ég hef sterkar skoðanir á sumum málefnum sem ég tel að muni að mörgu leyti efla þær hugmyndir sem ríkja innan flokksins. Oftast fylgi ég flokknum 100%, að en í ákveðnum málum hef ég hugmyndir sem ég tel að geti orðið til bóta. Einnig eru málefni sem ég hef litla skoðun á, að svo gefnu, þar sem ég hef ekki þau gögn sem þarf til að geta tekið afdráttarlausa ákvörðun um það. Frekar viðurkenni ég vankunnáttu en að taka afstöðu til málefna sem ég þekki ekki nógu vel.

Í langan tíma hefur hugmyndafræði pírata rímað við þær hugmyndir sem ég hef fyrir Ísland. Ég er einstaklingur sem byggi veru mína í heiminum á rökum og staðreyndum og þegar staðreyndir breytast, þá breyti ég um skoðun. Því framþróun er háð breytingum og ef við getum ekki tekist á við þessar breytingar þá erum við orðin að þeim sem standa í vegi fyrir þeim og án þeirra verða hlutirnir aldrei betri, því það getur aðeins orðið með breytingunni.
Ég vil verða hluti af breytingunni, ég vil verða hluti af því pólítíska og hugmyndafræðilega afli sem ýtir þeirri breytingu af stað. Ég trúi á betri framtíð, ég trúi á betri heim, ég trúi á að nú sé tími breytinga.

Ferilskrá