Skip to main content

Minerva Margrét Haraldsdóttir

Reykjavíkurkjördæmi norður 

Hver er Píratinn og af hverju er hún hér?

Ég er ósköp venjuleg manneskja, móðir þriggja barna og amma fjögurra barnabarna og vil skila þeim betra Íslandi en ég ólst upp við. Ég er Pírati vegna þess að ég samsama mig með og tengi við þennan ferska, nýja hugsunarhátt um hvernig er hægt að leysa vandamálin sem hafa legið þungt á þjóðinni frá lýðveldisstofnun, þ.e. stjórnkerfið er staðnað og þungt í vöfum, býður upp á spillingu og lýðræði er hér aðeins að nafninu til. Píratar eru sjálfum sér samkvæmir og hafa flatan stjórnunarstrúktúr í grasrótarstarfinu, þar sem allir geta haft áhrif.

Hvaða stefnumál, úr samþykktum stefnum Pírata, þykja þér mikilvægust fyrir komandi kjörtímabil?

Að nýja stjórnarskráin taki gildi, beint lýðræði og gagnsæi í stjórnsýslu. Það vantar stefnu um umhverfismál en grunnstefnan mjög gagnleg skynsamlegri ákvarðanatöku á nýtingu auðlinda, en þar er ótalin er vinna gegn hnattrænni hlýnun og umhverfisvænn flutningur og nýting jarðargæða. Heilbrigðiskerfi stærri hluta af fjárlögum svo við búum við lífsnauðsynlegan tækjabúnað, nægan mannauð, mannúðlegt álag í starfi, en líka betri nálgun er varðar geðheilbrigði, jurtalækningum, jurtamisnotkun, mataræðis, hreyfingu og útiveru.

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já það er vilji þjóðarinnar og grundvöllur réttlátrar lagasetningar á Alþingi

Með hvaða hætti telur þú líklegast að Píratar geti fengið málum sínum framgengt á þingi?

Með því að hlusta, vinna með öðrum og þá sérstaklega að dreifa valdinu svo hæfari einstaklingar geti lagfært, fagna fjölbreytileikanum, breyta um aðferðir eftir þörfum og vera ávalt róttæk, með skapandi en gaghrýna hugsun.

Myndir þú segja af þér þingmennsku ef þú sæir þér ekki fært um að vinna með þingflokki pírata?

Ég hef ekki reynslu af því og hef ekki trú á innantómum yfirlýsingum

Ferilskrá frambjóðanda: Ferilskrá-I: Músíkmeðferð -nám og störf 2016 til dagsins í dag: Músíkstofa Mínervu kennsla og músíkmeðferð 2015-2016: Tónstofa Valgerðar (afleysingastarf 1 ár). Kennslugreinar: píanó, músíkmeðferð fyrir einstaklinga með einhverfu, þroskahömlun o.fl.
Stjórnun hljómsveitar/samspilshóps.
Skólastjóri: Valgerður Jónsd.
Starfsnám á eftirfarandi stöðum: 2014: Geðdeild Landssjúkrahússins í Þórshöfn undir leiðsögn Dr. Sanne Storm.
Mastersritgerðin mín fjallar um einn af skjólstæðingum mínum frá starfsnáminu. 2013: Smedegården er elli- og dvalarheimili í Álaborg. Þar var ég með litla grúppu af fólki með alzheimer og einstakling með heilabilun af völdum heilablæðinga. Ég skrifaði BA rigerðina um þennan einstakling.
Demens-koordinator i Aalborg Øst og kontakt-aðili heitir Nadine Gridelet. 2011: Stensagerskolen er skóli í Viby, rétt fyrir utan Aarhus fyrir börn með sérþarfir. Þar var ég til að fylgjast með og aðstoða tónlistarmeðferðarfræðinginn: Kirstine Skou-Rydahl. 2015: “Music therapy, Depression and Alexithymia” Masters-ritgerð um einstakling með bipolar, borderline & PTSD og með alexithymia sem einkenni. Rannsókn og greining á spunadæmum sem beinist að hvernig hægt er að nálgast (confront) og tjá tilfinningar í gegnum tónlistarspuna og áframhaldandi vinnu sem byggist á styrku sambandi skjólstæðings og músík-þerapista.
Phenomenologisk og eigindleg greining á intensity og samspili í tónlistinni. 2014: „Music therapy and young people with ADHD“. A literature review and analysis 2013: Synopsis: „Musikterapi & Depression“. 2013: BA verkefni: „Musikterapi, demens og agiteret adfærd“. 2012: „Fysio- og Musikterapi i tværfagligt samarbejde“.
Kvalitativ analysa. 2012: „The Silent Jog“. Et kvantitativ eksperiment/ megindleg rannsókn á áhrifum vibro-akustik á stress. Arousal mælingar með GSR (galvanic skin response) fyrir og eftir meðferð í sérhönnuðum vibro-akustik stól.
2011: „Kommusikation“. Verkefni um kontakt og samskipti músíkmeðferðar-fræðingsins: Skou-Rydahl og skjólstæðinga hennar.
Case og míkró-analysa. 2010: „Musikterapi som behandling af stressrelateret depression“.
Ferilskrá-II: Menntun og kennsla Menntun: Píanónám á mið- og framhaldsstigi
1974-1979 við Tónskóla Sigursveins.
Tónmenntakennarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1984
Lokapróf sem leiðsögumaður frá Menntaskólanum í Kópavogi 2007 Músíkþerapía við Álaborgarháskóla frá ág. 2010, útskrift í júní 2015
Vinnustaðir og störf sem tengjast tónlistarkennslu og kontaktaðilar varðandi nánari upplýsingar eða meðmæli /umsögn:
2016-2017: Lágafellsskóli tónmenntakennsla. Aðst.skólastjóri: Ásta Steina Jónsd.
2015-2016: Tónstofa Valgerðar (afleysingastarf 1 ár). Kennslugreinar: píanó, músíkmeðferð fyrir einstaklinga með einhverfu, þroskahömlun o.fl. Stjórnun hljómsveitar/samspilshóps. Skólastjóri: Valgerður Jónsd.
2008-2010: Listaskóli Mosfellsbæjar (hlutastarf 40%). Tónlistarkennsla í tónfræðagreinum. Skólastjóri: Atli Guðlaugsson

2000-2010: Tónlistarskólinn á Akranesi. Kennslugreinar: píanó og tónfræðagreinar. Skólastjóri tónlistarskólans: Lárus Sighvatsson. Stofnun og stjórnun bjöllukórs við Akraneskirkju í nokkur ár. 1999-2000: Tónlistarskólinn í Mývatnssveit, Reykjahlíð. Skólastjórnun og kennsla. Kennslugreinar: píanó, forskóli, gítar, blokkflauta, tónfræðagreinar, tónmennt. Hólmfríður Guðmundsdóttir skólastjóri grunnskólans.
1997-1999: Tónlistarskólinn á Eiðum. Skólastjórnun og kennsla. Kennslugreinar: píanó, gítar, blokkflauta, tónfræðagreinar, bjöllukór, tónmennt. Jón Lambi Haraldsson skólastjóri grunnskólans.
1995-1997: Tónlistarskóli Austur-héraðs. Skólastjórnun og kennsla. Kennslugreinar: píanó, gítar, blokkflauta, harmonikka, tónfræðagreinar, bjöllukór. Gunnar Guttormsson formaður skólanefndar, Litla-bakka, 701, Egilsstaðir.
1989-1995: Tónlistarskólinn í Garði. Skólastjórnun og kennsla. Kennslugreinar: píanó, tónfræðagreinar, kór og bjöllukór. Sólveig Björk Gränz, Kristjana Kjartansdóttir, skólanefnd Tónlistarskólans í Garði.
1987-1989: Tónlistarskólinn á Kirkjubæjarklaustri. Skólastjórnun og kennsla. Kennslugreinar: píanó, söngur, blokkflauta, gítar, tónfræðagreinar. Hanna Hjartardóttir sveitarstjóri og síðar skólastjóri grunnskólans. Guðmundur Óli Sigurgeirsson samkennari Kirkjubæjarklaustri. 1982-1987: Tónlistarskóli Mosfellsbæjar. Kennslugreinar: píanó- og forskólakennsla. Skólastjóri: Ólafur Vignir Albertsson.

Síða frambjóðandans á kosningavef Pírata: https://x.piratar.is/accounts/profile/Minerva/

Heimasíða frambjóðandans: www.musikstofaminervu.com

Hagsmunaskráning frambjóðanda:Hef engra hagsmuna að gæta varðandi eignir og stjórnsýslu.