Skip to main content

Magnús Davíð Norðdahl

NorðvesturkjördæmiHver er píratinn og af hverju er hann hér?

Héraðsdómslögmaður og heimspekingur. Hef áhuga á því að stuðla að mikilvægum breytingum á íslensku þjóðfélagi. Af brýnum málefnum má nefna umbyltingu á lagaumhverfi varðandi hælisleitendur, bætta stöðu fátækra, aukna umhverfisvernd, efling heilbrigðiskerfisins og gagngerar breytingar á almennum hegningarlögum í tengslum við kynferðisbrot.

Hvaða stefnumál, úr samþykktum stefnum Pírata, þykja þér mikilvægust fyrir komandi kjörtímabil?

Endurreisn gjaldfrjálsrar heilbrigðisþjónustu og réttlátari dreifing arðs af auðlindum landsins.

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Ég tel rétt að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem þjóðin fær að taka ákvörðun í þessu stóra máli. Valdhafar á hverjum tíma eiga ekki að óttast að fela þjóðinni aukin völd og leyfa henni að ráða málum sínum sjálf. Það á við í stjórnarskrármálinu eins og í öðrum málum.

Með hvaða hætti telur þú líklegast að Píratar geti fengið málum sínum framgengt á þingi?

Með því að vera tilbúnir að starfa með öðrum flokkum og gera viðeigandi málamiðlanir að því gefnu að þær gangi ekki gegn grundvallarstefnu flokksins. Þarna þarf að feta vandrataðan meðalveg.

Myndir þú segja af þér þingmennsku ef þú sæir þér ekki fært um að vinna með þingflokki pírata?

Ferilskrá frambjóðanda: 

BA í heimspeki 2007.
Embættispróf í lögfræði 2013.
Lögmannsréttindi 2014.

Starfaði við kennslu í grunnskóla 2005-2009.
Vátryggingafélag Íslands 2010-2011.
Logos lögmannsstofa 2012.
Bandalag starfsmanna ríkis og bæja 2013.
Sjálfstætt starfandi lögmaður 2014-2017.

Síða frambjóðandans á kosningavef Pírata

 

Hagsmunaskráning frambjóðanda:

Hef aðkomu að rekstri KM lögmannsstofu, Líftryggingaumboðs Íslands og Bjarts fasteignasölu.