Skip to main content

Lind Völundardóttir

Reykjavíkurkjördæmi norðurHver er píratinn og af hverju er hún hér?

Ég ákvað að bjóða mig aftur fram í prófkjöri í þessum kosningum að hausti 2017.
Skoðanir mínar hafa ekkert breyst á þessum mánuðum síðan síðast.
Ég er mjög og aftur mjög ánægð með starf Pírata á þingi.
Ef ég kynni mína persónu aðeins þá er ég feimni forkólfurinn, ekki beint í tísku. Við erum vön því að fólk í pólitík þurfi að vera áberandi persónuleikar og hafi munninn fyrir neðan nefið. En ég vil koma því að hér að hugmyndir manna eru að breytast mjög hratt, um það eins og annað, hvernig fólk sé best til þess fallið að taka að sér ábyrgðastöður. Við getum líka litið til baka og spurt okkur, ættum við að gera eitthvað öðruvísi en við höfum alltaf gert. Til dæmis; velja konu með ákaflega mikla lífsreynslu til að sinna ábyrgðarstöðu, gæti heppnast.
Allavega þó að ég hafi ekki haft mig mikið í frami á pólitískum vígvelli þá er ég alger staðreyndanörd og vil alltaf hafa það sem sannara reynist. Ég skrifaði M.E.d. verkefnið mitt í HÍ um myndlist sem tæki til að mennta alla manneskjuna til þátttöku og sköpunar í lýðræði (https://skemman.is/handle/1946/23287) og í MA verkefninu mínu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst (https://skemman.is/handle/1946/25168)
fjallaði ég um markað sjónlista og þau áhrif sem sjónlistir hafa á menninguna.
Ég bjó í 15 ár í Hollandi á fjögur börn og er pírati, hef kennt myndlist og handverk á öllum skólastigum slagorðið er; lýðræði fyrir alla alltaf.

Hvaða stefnumál, úr samþykktum stefnum Pírata, þykja þér mikilvægust fyrir komandi kjörtímabil?

Stjórnarskráin.

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já.

Með hvaða hætti telur þú líklegast að Píratar geti fengið málum sínum framgengt á þingi?

Ég hef verið rosalega ánægð með Pírata.

Myndir þú segja af þér þingmennsku ef þú sæir þér ekki fært um að vinna með þingflokki pírata?

Já.

Ferilskrá frambjóðanda: 

Tengill á ferilskrá frambjóðanda

Síða frambjóðandans á kosningavef Pírata

Heimasíða frambjóðanda

Önnur gögn

Hagsmunaskráning frambjóðanda:

Ég á og rek eigið fyrirtæki, art365 sem er rekstraraðili auglýsingastofunnar 45b.is