Skip to main content

Leifur Finnbogason

NorðvesturkjördæmiHver er píratinn og af hverju er hún hér?

Góðan daginn. Ég heiti Leifur Finnbogason og er 28 ára Mýramaður sem finnur fyrir löngun til að leggja hönd á plóg Pírata og hefur ákveðið að reyna það.

Hvaða stefnumál, úr samþykktum stefnum Pírata, þykja þér mikilvægust fyrir komandi kjörtímabil?

Það er erfitt að velja þegar allt er í sjálfu sér mikilvægt, en samfélagslega er líklega mikilvægast að endurvekja traust almennings á því að Ísland sé stjórntækt.

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já, en það yrði þó erfitt, því þá þarf að rjúfa þing, sem hefur því miður verið alltof mikið í tísku undanfarið og skapað að mér finnst ákveðna kosningaþreytu.

Með hvaða hætti telur þú líklegast að Píratar geti fengið málum sínum framgengt á þingi?

Með ákveðni, festu, virðingu og rökhyggju.

Myndir þú segja af þér þingmennsku ef þú sæir þér ekki fært um að vinna með þingflokki pírata?

Já, að sjálfsögðu.

Síða frambjóðandans á kosningavef Pírata