Skip to main content

Lárus Vilhjálmsson

SuðvesturkjördæmiHver er píratinn og af hverju er hann hér?

Hvaða stefnumál, úr samþykktum stefnum Pírata, þykja þér mikilvægust fyrir komandi kjörtímabil?

Stjórnarskráin, velferðar/heilbrigðismál og umhverfismál þykja mér mikilvægust á næsta kjörtímabili.

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já, ég vil það.

Með hvaða hætti telur þú líklegast að Píratar geti fengið málum sínum framgengt á þingi?

Með þáttöku í meirihlutastjórn eða með stuðningi við minnihlutastjórn.

Myndir þú segja af þér þingmennsku ef þú sæir þér ekki fært um að vinna með þingflokki pírata?

Já, Ég myndi segja af mér þingmennsku og láta sætið eftir varamanni.

Ferilskrá frambjóðanda: 

Ég á að baki nám í ensku og stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og diplómanám í fjármálastjórn, mannauðstjórn og almannatengslum frá skóla bandaríska utanríkisráðuneytisins. Starfaði sem upplýsingafulltrúi og framkvæmdastjóri hjá Upplýsingaþjónustu/Menningarstofnun Bandaríkjanna og sem sérfræðingur í almanna/menningartengslum við Ameríska Sendiráðið. Ég var um 5 ára skeið forstöðumaður Nýlistasafnsins og í kringum hrunið framkvæmdastjóri fjárfestingafyrirtækis. Frá árinu 2010 hef ég rekið Gaflaraleikhúsið og er í stjórn Sjálfstæðu leikhúsanna. Ég á einnig ferðaþjónustufyrirtækið Álfagarðinn og er formaður Ferðamálasamtaka Hafnarfjarðar. Ég er í stjórn Framtíðarlandsins og hef um langt skeið verið virkur í náttúruverndarbaráttu á Íslandi og var t.a.m. handtekinn í mótmælum í Gálgahrauni árið 2013. Meðfram þessum störfum hef ég skrifað nokkuð leikrit og leikstýrt og leikið í fjölda leiksýninga. Ég á gott með að vinna með texta á bæði íslensku og ensku og er vanur að koma fram bæði sem fyrirlesari og í viðtölum í útvarpi og sjónvarpi.

Ferilskrá frambjóðanda (á pdf formi)

Síða frambjóðandans á kosningavef Pírata

Heimasíða frambjóðandans

Hagsmunaskráning frambjóðanda:

Ég á 50% hlut í ferðaþjónustufyrirtækinu Álfagarðinum sem tekur til starfa næsta sumar og er í stjórn Sjálfstæðu leikhúsanna, Assitej -samtaka leikhúsa á Íslandi fyrir unga áhorfendur og Ferðamálasamtökum Hafnarfjarðar.