Skip to main content

Kolbrún Karlsdóttir

SuðurkjördæmiHver er píratinn og af hverju er hún hér?

Ég er fjögurra barna marg-fráskilin nærri fimmtug húsmóðir í Fossvoginum. Ég hef aldrei fittað inn í kassana, þessa sem standa á lækjarbakka (dingalingaling). ég hef sterka þörf fyrir jafnræði, frelsi, mannleg samskipti og gleði í lífinu. Ég lít á lífið sem eitt stórt ferðalag þar sem ég hef tækifæri til að læra allskonar og eftir því sem ég sé meira á ég meira val um hvar ég vil dvelja. Samskipti og samvinna er mér mjög mikilvæg. Ég hef tamið mér að vinna í sem mestu flæði og koma auga á mótstöðuna til að koma henni fyrir kattarnef. Með því að skilja hismið frá kjarnanum og nota ekki allt of mikið orðskrúð (og alls ekki morfísku) verður lífið svo mikið skilvirkara og það hentar mér. Ég vil leggja mitt af mörkum til að gera tilveruna sem besta fyrir alla, tel að of mikil auðsöfnun sé ekki gleðiblandin og langar ekkert að eiga mikið. Ég vil vinna að hag heildarinnar þó svo það sé kannski ekki það sem ég tel mestan gróða fyrir mig, þá er á endanum mesti gróðinn ef sem flestir hafa það gott. Forvarnir og fræðsla frekar en plástrar og reddingar….. Gæti haldið endalaust áfram.

Hvaða stefnumál, úr samþykktum stefnum Pírata, þykja þér mikilvægust fyrir komandi kjörtímabil?

Gegnsæi og upplýsingaflæði og beint lýðræði er algerlega það sem ég stend fyrir. Stjórnarskráin er ramminn sem lögin okkar lúta og hún þarf heldur betur að endurnýjast!

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já.

Með hvaða hætti telur þú líklegast að Píratar geti fengið málum sínum framgengt á þingi?

Með upplýsingaflæði og gagnsæi og með því að koma á framfæri því sem við viljum en ekki velta okkur upp úr hinum (XD) þeir sjá sjálfir um að drulla upp á bak og klína skítnum um allt…..

Myndir þú segja af þér þingmennsku ef þú sæir þér ekki fært um að vinna með þingflokki pírata?

Já.

Ferilskrá frambjóðanda:

Ég flutti til Þýskalands sem barn og það hafði mikil áhrif á mig, þýskaland er mitt annað heimaland. Ég er garðyrkjufræðingur, fór í uppeldisfræði (Waldorf) en lauk ekki, löggildingarnám til fasteigna og skipasölu (ólokið). Hef unnið mikið við þjónustustörf og ferðamennsku, bjó í þýskalandi um tvítugt í sex ár, er undanfarin ár búin að vera að tileinka mér umhyggjurík samskipti (non violent communication) ég fór meðal annars til Úganda, Kenýa og Suður Afríku til að halda námskeið. Það er námskeið í pípunum hér í lok september og síðan stöðumat í þýskalandi í nóvember hversu langt ég er komin í viðurkenningarferli til þjálfara í þessum fræðum. Hef lífsreynslu á við fimm líf.

Hagsmunaskráning frambjóðanda:

Öryrki (eru það hagsmunir)? Man ekki neitt sem tengir mig við neitt í bili

Heimasíða frambjóðanda