Skip to main content

Kjartan Jónsson

Reykjavíkurkjördæmi norðurHver er píratinn og af hverju er hann hér?

Ég er fæddur og alinn upp í Hafnarfirði en flutti til Reykjavíkur upp úr tvítugu og hef búið þar síðan. Hef verið alllengi gifur Sólveigu Jónasdóttur, sem starfar sem kynningarfulltrúi SFR. Er faðir fjögurra barna, á aldrinum tólf til þrjátíu og tveggja, Ég er framkvæmdastjóri Múltikúlti íslensku og stunda meistaranám í heimspeki. Gekk í Pírata rétt eftir stofnun flokksins og hef verið virkur í honum síðan.

Hvaða stefnumál, úr samþykktum stefnum Pírata, þykja þér mikilvægust fyrir komandi kjörtímabil?

Lýðræðismál (ný stjórnarskrá), sjávarútvegsmál og innflytjendamál.

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já.

Með hvaða hætti telur þú líklegast að Píratar geti fengið málum sínum framgengt á þingi?

Með því að vera skýrir á sínum málum og í samvinnu við aðra flokka.

Myndir þú segja af þér þingmennsku ef þú sæir þér ekki fært um að vinna með þingflokki pírata?

Já.

Ferilskrá frambjóðanda: 

Í gegnum tíðina hef ég unnið ótal störf, auk íslenskukennslu og þýðinga; rekið útflutningsfyrirtæki í fiski og grjóti, ritstýrði Tímaritinu Þroskahjálp, starfað sem strandveiðisjómaður, unnið á Kópavogshæli, svo fátt eitt sé nefnt.

Síða frambjóðandans á kosningavef Pírata

Heimasíða frambjóðandans

Hagsmunaskráning frambjóðanda:

Ég er framkvæmdastjóri og hef prókúru í eftirfarandi félögum:

Múltikúlti, íslenska ehf., kt. 440711-0300. Rekstur tungumálskóla, þar sem ég starfa einnig sem kennari (100% hlutur).
Múltikúlti ehf. kt. 541004-2460 (ólaunað). Stuðningsfélag sem styður við félögin Vinir Indlands og Vinir Kenía og á og rekur fasteign að Barónsstíg 3 (15% hlutur).
Aflauki ehf. kt. 411098-2149 (ólaunað). Félagið heldur utan um eign og rekstur á trillu (25% hlutur).
Öll félögin hafa skilað inn ársreikningum undanfarin ár og eru skuldlaus, fyrir utan eitt fasteignaskuldabréf Múltikúlti ehf. sem er í skilum.
Persónulegar skuldir: Eitt fasteignaskuldabréf hjá ARION banka sem er í skilum.