Skip to main content

Jason Steinþórsson

Reykjavíkurkjördæmi suðurHver er píratinn og af hverju er hann hér?

Það er byr og Vonin er í stafni og stefnir á strönd þeirra sem vilja, ætla, þora og munu.

Hvaða stefnumál, úr samþykktum stefnum Pírata, þykja þér mikilvægust fyrir komandi kjörtímabil?

Grunnurinn er ný stjórnarskrá, svo réttlát skipting arðs af auðlindum.

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já.

Með hvaða hætti telur þú líklegast að Píratar geti fengið málum sínum framgengt á þingi?

Með ábyrgum vinnubrögðum, góðum undirbúningi, samvinnu margra, samræðu við já og nei fylkingar og heiðarleika.

Myndir þú segja af þér þingmennsku ef þú sæir þér ekki fært um að vinna með þingflokki pírata?

Já, en ólíkleg að sú staða komi upp.

Ferilskrá frambjóðanda: 

Ég fæddist á Stokkseyri og ólst þar upp. Vann þar við fiskvinnslu og sjómennsku.
Lærði prentun og starfaði við það bæði hérlendis og í Noregi,
Fór síðan í Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og síðan í Tækniskólann og útskrifaðist þaðan sem Iðnrekstrarfræðingur.

Hef síðan starfað sem sölumaður, verkstjóri, gæðastjóri, deildarstjóri ásamt fleiru.

Hef undanfarið unnið hjá ÁTVR við verslunarstörf, stjórnunarstörf ásamt því að mennta mig sem vínfræðingur.

Lærði thailensku við Chulalongkorn Háskólann í Bangkok og bjó þar í um fimm ár.

Stunda nú BA nám í Mannfræði við Háskóla Íslands í fjarnámi.

Síða frambjóðandans á kosningavef Pírata

Hagsmunaskráning frambjóðanda:

Hér er ekkert sem ég þarf að taka fram nema þetta venjulega íbúð, bíll vinna og áhugamál.