Skip to main content

Hólmfríður Bjarnadóttir

SuðurkjördæmiHver er píratinn og af hverju er hún hér?

Kona fædd 1945 – hef alla ævi haft brennandi áhuga á samfélagsmálum – í heimahéraði mínu og á landsvísu – nú er ögurstund í okkar skrumskælda samfélagi – ég vil leggja mitt að mörkum til endurbyggja stjórnkerfið og auka lýðræðið í landinu.

Hvaða stefnumál, úr samþykktum stefnum Pírata, þykja þér mikilvægust fyrir komandi kjörtímabil?

Sjávarútvegsmál – með því að samþykkja stefnu Pírata – skapast auknar tekjur samfélagins með leigu aflaheimilda
Heilbrigðismál – Menntamál – Kjör lífeyrisþega – Samgöngumál – Umhverfismál – Húsnæðismál – Málefni flóttafólks og hælisleitenda o.s.frv. – það verður að forgangsraða og sjá um leið til þess að engir þættir verði útundan.

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Ég er eindregið fylgjandi því – með fullgildingu Stjórnarskrár samkvæmt tillögum Stjórnlagaráðs – fáum við aukið gagnsægi – aukið íbúalýðræði með málskotsrétti og bindandi þjóðaratkvæðagreiðslum – ráðherraræðið aflagt – vægi atkvæða jafnað – auðlindir í þjóðareign – auk annarra atriða sem munu gera samfélagið okkar mjög lýðræðislegt og mun réttlátar en nú er.

Með hvaða hætti telur þú líklegast að Píratar geti fengið málum sínum framgengt á þingi?

Með setu í ríkisstjórn en verði ekki af því nú eftir kosningar – þá hafa þingmenn flokksins fylgt málum vel eftir og verið duglegir að spyrja erfiðra spurninga – því verður haldið áfram af enn meiri þunga á komandi kjörtímabili – formennska í nefndum þingsins verður að koma í hlut allra þingflokka eftir þingstyrk

Myndir þú segja af þér þingmennsku ef þú sæir þér ekki fært um að vinna með þingflokki pírata?

Ferilskrá frambjóðanda: 

Fædd 1945 – alin upp í sveit – gagnfræðingur frá Reykholti í Borgarfirði 1962 – hef lengst af búið á Hvammstanga – er gift Sævari H Jónatansyni eigum 4 börn og 8 barnabörn – vann á Sjúkrahúsi Hvammstanga og víðar með hléum til 1997.
Árið 1992 tók ég (sem formaður) við litlu verkalýðsfélagi á Hvammstanga – það var þá í molum bæði fjárhagslega og félagslega – 1998 sameinaðist það 4 öðrum stéttarfélögum í Húnavatnssýslum – 2009 gekk Verkalýðsfélag Hrútfirðinga í sameinaða félagið – Stéttarfélagið Samstöðu.
Vann hjá Stéttarfélaginu Samstöðu til 2011 fluttum þá í Reykjanesbæ.
Hef frá unga aldri haft áhuga á þjóðmálum / stjórnmálum.
Var flokksbundinn Sjálfstæðismaður 1971 til 1983 – fór á nokkra Landsfundi.
Samtök um jafnrétti milli landshluta 1985 voru stofnuð – síðar Þjóðarflokkurinn sem bauð fram x 1 – ég í 1. sæti í Norðurl v – hætti eftir kosningarnar
Þegar Jóhanna Sigurðardóttir stofnaði Þjóðvaka – gékk ég þar til liðs – var í 5. sæti á Norðurlandi vestra 1995 – við stofnun Samfylkingar gékk ég þar til liðs. Hef setið Landsfundi og tekið þátt í vinnu fyrir sveitarstjórnarkosningar – í Húnaþingi vestra 2010 og Reykjanesbæ 2014.
Gékk úr Samfylkingunni vorið 2015 og skráði mig í Pírata skömmu síðar.

Síða frambjóðandans á kosningavef Pírata

Heimasíða frambjóðandans

Hagsmunaskráning frambjóðanda:

Er hætt að vinna utan heimilis

Annað:

Nýtið atkvæðisréttinn ágætu kjósendur – hann er ykkar leið til áhrifa !!