Skip to main content

Heimir M. Jónsson

SuðurkjördæmiHver er píratinn og af hverju er hann hér?

Heimir Pírati, nemi og stuðningsfulltrúi er hér til að styðja formlega og taka þátt í starfi Pírata fyrir löngu tímabærum breytingum.

Hvaða stefnumál, úr samþykktum stefnum Pírata, þykja þér mikilvægust fyrir komandi kjörtímabil?

Að mínu mati er hvað brýnast að berjast fyrir auknu gegnsæi í stjórnsýslunni og aukin ábyrð innan hennar. Ef þessi stjórnarslit ættu að kenna okkur einhvað þá er það hvað gegnsæi, traust og heiðaleiki er mikilvægur innan stjórnsýslunnar og hvað traust er mikilvægt innan sem utan hennar. Auk þess þarf að vera traust og opin samskipti í samvinnu hvar sem hún á sér stað í þjóðfélaginu að það vinnst ekki nema með gegnsæi, samskiptum og heiðarleika.

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Mér finnst það sem algjört forgagngsmál að koma nýrri stjórnarskrá á sem fyrst, enda fólkið búið að leggja fínan grunn með stjórnlagaráði sem var einstakur hlutur á heimsvísu. Að sjálfsögðu eigum við að hafa það til grundvallar á frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.

Með hvaða hætti telur þú líklegast að Píratar geti fengið málum sínum framgengt á þingi?

Samvinna og málamiðlanir eru nauðsynlegir hlutir til að fá þann stuðning sem þarf til að koma helstu málum í gegn. Það þarf að sjálfsögðu að forgangsraða og vera tilbúinn að gefa eftir málefni sem fer ekki gegn grunnstefnunni ef það þýðir að málefni sem brenna okkur á hjarta fá þann stuðning sem þarf til að komast í gegn.

Myndir þú segja af þér þingmennsku ef þú sæir þér ekki fært um að vinna með þingflokki pírata?

Að sjálfsögðu, enda er ég að bjóða mig fram fyrir Pírata og ef ég sæi mig ekki fært um að vinna með þingflokknum nú þá myndi ég segja af mér svo næsti gæti tekið við. Það kemur alltaf maður í manns stað.

Ferilskrá frambjóðanda: 

Er reynslulaus að þingstörfum. Annars hef ég unnið síðan ég var í grunnskóla og núna síðasta áratugin rúman hef ég unnið sem Stuðningsfulltrúi á sambýli í Reykjavík samhliða náminu og er þar enn ásamt því að vera í Háskóla Íslands.

Síða frambjóðandans á kosningavef Pírata

Hagsmunaskráning frambjóðanda:

Svo framarlega sem ég veit þá er það ekkert sem þarf að tilkynna sérstaklega. En ef svo kemur uppá, sem mér finnst ólýklegt þá fer það inn á skrá og tilkynnt strax svo stíg ég frá.