Skip to main content

Halldór Óli Gunnarsson

NorðvesturkjördæmiHver er píratinn og af hverju er hann hér?

Ég skráði mig fyrst í Pírata árið 2015, en ég var búinn að fylgjast grannt með flokknum alveg frá því að hann náði inn á þing 2013. Mér finnst aðdáunarvert – og í raun einstakt hvernig Píratar hafa komið inn í íslensk stjórnmál og gerbreytt pólítísku landslagi. Þótt flokkurinn sé ungur þá er hugmyndafræðin ævagömul: að vernda og efla réttindi borgara; styrkja beint lýðræði og efla gagnsæi valdastoða samfélagsins.

Hvaða stefnumál, úr samþykktum stefnum Pírata, þykja þér mikilvægust fyrir komandi kjörtímabil?

Ný stjórnarskrá.

Stefna Pírata um heilbrigðismál. Átak í geðheilbrigðismálum – Þjónusta sálfræðinga verði hluti af sjúkratryggingum. Einnig að heilbrigðisþjónusta og nauðsynleg lyfjakaup verði gjaldfrjáls. Sjá: https://x.piratar.is/issue/266/ og https://x.piratar.is/issue/292/

Menntamálastefna Pírata. Að menntakerfi Íslendinga eigi að taka frekari viðmið af finnsku leiðinni í menntamálum (jafnvægi milli bók-, list- og verkgreina), fjölbreyttara námsmat og smærri bekkir. Sjá: https://x.piratar.is/issue/73/

Umhverfismál. Að Ísland verði í fararbroddi í umhverfismálum.
Í nýrri stjórnarskrá segir:
“Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda. Í því felst að fjölbreytni lands og lífríkis sé viðhaldið og náttúruminjar, óbyggð víðerni, gróður og jarðvegur njóti verndar. Fyrri spjöll skulu bætt eftir föngum. Nýtingu náttúrugæða skal haga þannig að þau skerðist sem minnst til langframa og gildi náttúrunnar og hagsmunir komandi kynslóða séu virt.”

Sjá stefnu Pírata í umhverfismálum: https://x.piratar.is/polity/1/document/57/
Sjá aðgerðastefnu Pírata í loftslagsmálum: https://x.piratar.is/polity/1/document/297/

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?