Skip to main content

Halla Kolbeinsdóttir

Reykjavíkurkjördæmi norðurHver er píratinn og af hverju er hún hér?

Ég er 37 ára kona, hef verið virkur þáttakandi í grasrótarstarfi Pírata síðan 2014.

Hvaða stefnumál, úr samþykktum stefnum Pírata, þykja þér mikilvægust fyrir komandi kjörtímabil?

Ný stjórnarskrá og Mannréttindi: tökum betur á móti fólki í neyð (hættum að misnota Dyflinarreglugerðina), bætum kerfið fyrir þolendur kynferðisofbeldis, bætt geðheilbrigðismál, skaðaminnkun þegar kemur að vímuefnumálum.

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já, tillögurnar fóru í gegnum lýðræðislegt ferli.

Með hvaða hætti telur þú líklegast að Píratar geti fengið málum sínum framgengt á þingi?

Með því að halda áfram að velta upp steinum, spurja spurninga, vinna vel með öðrum og vinna á lausnamiðaðan hátt.

Myndir þú segja af þér þingmennsku ef þú sæir þér ekki fært um að vinna með þingflokki pírata?

Já, Píratar eru eini flokkurinn sem ég hef áhuga á að starfa fyrir.

Ferilskrá frambjóðanda: 

Ferilskrá Höllu á pdf formi

Síða frambjóðandans á kosningavef Pírata

Heimasíða frambjóðandans

Hagsmunaskráning frambjóðanda:

Ég sit í stjórn faghóps Ský um vefstjórnun og vinn sem vefstjóri Háskólans í Reykjavík.