Skip to main content

Gunnar Þór Jónsson

SuðurkjördæmiHvaða stefnumál, úr samþykktum stefnum Pírata, þykja þér mikilvægust fyrir komandi kjörtímabil?

Innleiðing nýrrar stjórnarskrár sem 2/3 þjóðarinnar hefur þegar samþykkt.
Leiðrétting á kjörum öryrkja og aldraðra.

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já.

Með hvaða hætti telur þú líklegast að Píratar geti fengið málum sínum framgengt á þingi?

Með þátttöku í ríkisstjórn.

Myndir þú segja af þér þingmennsku ef þú sæir þér ekki fært um að vinna með þingflokki pírata?

Já.

Ferilskrá frambjóðanda: 

Ég er fæddur við Skeiðsfossvirkjun í Fljótum, Skagafirði þann 12. febrúar árið 1947.

Flutti með foreldrum mínum og systkinum á Akranes árið 1955.

Lauk þar barnaskóla og 2 bekkjum í gagnfræðaskóla árið 1962 og hóf þá nám í vélvirkjun um haustið og lauk því á árinu 1966.
árið 1967 höf ég störf við byggingu Búrfellsvirkjunar sem vélvirki, vélamaður og bílstjóri.

Næstu áratugina vann ég svo við rekstur Búrfellsstöðvar en inná milli vann ég við áframhaldandi byggingu nýrra virkjana svo sem Vatnsfellsveitu, Þórisósveitu, Sigölduvirkjunar og Hrauneyjafossvirkjunar.
Á þessum tíma lærði ég líka bifvélavirkjun og er með meistararéttindi í báðum þessum iðngreinum.

Vann í nokkur ár við endurbyggingu og stækkun véla og rafala í Búrfellsstöð og í Írafossstöð.

Árið 2002 söðlaði ég um og fór að vinna á stór-Reykjavíkursvæðinu fyrst sem verkstjóri á gámaverkstæði og síðar í vetnisbílaverkefni Íslenskrar Nýorku sem stóð yfir til ársins 2011.

Árið 2011 hóf ég störf hjá Marel við samsetningar á tækjum og tólum og þar lauk ég síðustu 5 árum vinnuævinnar sem stóð í 55 ár.
Er kvæntur Ingunni Sveinsdóttur og eigum við þrjú börn tvær dætur og einn son.
Ég átti einn son fyrir.

Síða frambjóðandans á kosningavef Pírata

Hagsmunaskráning frambjóðanda:

Eigandi Núpstækni ehf. Sem stofnað var til að selja vinnu mína sem udirverktaka hjá stærri fyrirtækjum.