Skip to main content

Guðmundur Ragnar Guðmundsson

Reykjavíkurkjördæmi suðurHver er píratinn og af hverju er hún hér?

Hvaða stefnumál, úr samþykktum stefnum Pírata, þykja þér mikilvægust fyrir komandi kjörtímabil?

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Með hvaða hætti telur þú líklegast að Píratar geti fengið málum sínum framgengt á þingi?

Myndir þú segja af þér þingmennsku ef þú sæir þér ekki fært um að vinna með þingflokki pírata?

Ferilskrá frambjóðanda: 

Ferilskrá frambjóðanda (á pdf formi)

Síða frambjóðandans á kosningavef Pírata

Heimasíða frambjóðandans

Hagsmunaskráning frambjóðanda:

 

Áður en lengar er haldið vil ég taka fram.. Það sem við köllum kapitalisma er að drepa lífið á jörðinni.

Ég er Anarkisti og er því á móti hierarchy ( ísl: stigveldi ). Það er því skemmtileg mótsögn í því að bjóða sig fram til starfa í valdastofnun. Ég hef einlægan áhuga á því að ráða engu og stjórna engu. Tel það stórhættulegt að fólk öðlist völd með þeim hætti sem viðgengst í fulltrúalýðræði.

Eru Píratar ennþá Píratar ? Eins og valdakerfi okkar er hannað og skólakerfið mótar okkur er mjög erfitt að stíga út fyrir “ramman”. Við vinnum eftir óskoðuðu samkomulagi og hver tilraun til að skoða heiminn á nýjan hátt mætir mótþróa, efa, ótta. Það má því teljast líklegt að Píratar eins og fleiri falli í það far að reyna að bæta það ónýta kerfi sem við búum nú við, fremur en að breyta um kerfi. Tillögur í kosningakerfi Pírata ganga flestar út á að hnika til og fínpússa, leiðrétta afleiðingar núverandi kerfis. Þetta er auðvelda leiðin til að týna sér. Mörgum finnst mikilvægt að sýna dugnað og vandvirkni en hvers virði er að fínpússa ónýtt kerfi ? Ég tel að hlutverk Pírata sé að innleiða nýja nálgun. Ekki bara í því smáa, heldur enn frekar – í stóra samhenginu. Við þurfum “nýtt stýrikerfi” fyrir samfélagið í heild. Frjálsan hugbúnað í stað þeirra “slæmu” kerfa sem fyrir eru. Við höfum tækifæri til að skapa samfélag sem þjónar mun betur þörfum fólksins og á sama tíma bæta samskipti okkar við vistkerfið sem við erum hluti af.

Ég vil róttækar breytingar. Her eru nokkur dæmi um viðhorf sem eru á einhvern hátt ólík núverandi stefnu Pírata.
Umhverfismál. – Ég vil ganga so langt að segja að ekkert annað skipti máli. Það er möglulegt að það sé of seint að koma í veg fyrir hrun vistkerfisins. Þrátt fyrir það gerum við okkar besta og allar tillögur Pírata verða að stuðla að og vera í samræmi við róttækar aðgerðir til að draga úr vistspori okkar.
Opinberir aðilar hafi ekki heimild til að stýra og refsa fólki vegna þess sem það geri. Þetta á t.d. við um tilvist fólks. hvort fólk vilji búa í tjaldi, nota einhver nú ólögleg efni til að líða betur eða selja heimabakaðar kleinur. Fólki verði gert frjálst að taka þátt í hverju sem það vill án afskipta, t.d. selja og kaupa ólögleg efni, lækningar eftir óvottuðum aðferðum og fleira þessháttar. Að ógna, þvinga og skaða er að sjálfsögðu allt annað mál.

Enginn stuðningur ríkis eða sveitarfélaga verði veittur félögum en einstaklingar fái borgaralaun og viðbótar stuðning í sérstökum tilfellum. Beingreiðslur til landsmanna henta einstaklega vel á landi sem byggir á nýtingu auðlinda. Fólk sem fær lágmarks framfærslu hefur ekki þörf fyrir jafn há laun en fær á sama tíma meira frelsi til að ákveða hverkonar vinnu það telur eftirsóknarverða, gagnlega og gefandi. Með þessum hætti er verið að koma til móts við atvinnulífið og stuðla að nýsköpun án frekari afskipta. Mótvægisaðgerð gegn auknum álögum á hagkerfið verði beingreiðslur til allra landsmanna.
Ríkið hætti að skipta sér af landbúnaði. Hætta þarf stuðningi við landbúnað í þeirri von að hann dragist saman sem allra mest. Framleiðslu á dýrafurðum tel ég óæskilega, skaðlega heilsu fólks og slæma fyrir umhverfið. Einnig þarf að setja tolla á innfluttar dýraafurðir að minnsta kosti sem nemur niðurgreiðslum í framleiðslulandi.

Afnám skólaskyldu, en fræðsluskylda sem þó nái ekki til ungra barna. Ríkið hætti að reka grunnskóla og hætti að mestu afskiptum af þroskaferli barna. Kröfur um mannréttindi og önnur grundvallar réttindi verið til staðar. Það er mitt viðhorf að grunnskólinn eins og hann er núna standist ekki kröfur um mannréttindi, bæði gagnvart nemendum og starfsfólki. Hæfniskröfur verði gerðar utan grunnskólans að loknu námi. Vottun á þekkingu og færni verði áfram, sérstaklega í þeim tilfellum þegar opinberir aðilar greiða fyrir þjónustu.

Losunarkostnaður á gróðurhúsalofttegundir, á alla losun, hvaðan sem hún kemur. Ég legg til að „blockchain“ tækni verði notuð til að úthluta öllum íbúum mánaðarlegum losunarkvóta sem síðar yrði seldur á markaði. Þetta væri til að vega upp á móti kostnaðarhækkunum sem fara út í verðlagið og umbuna þeim sem eru umhverfisvænir. Losunargjald þarf að leggjast á innfluttar vörur. Samsvarandi aðferð þarf að beita á auðlindir t.d. fisk úr sjó og raforku. Þetta skerðir hag fyrirtækja sem byggja rekstur sinn að mestu á því að nýta auðlind án eðlilegs endurgjalds.

Ísland segi sig úr WTO (World Trade Organization) og segi upp alþjóðlegum samningum m.a. á þeirra vegum. Með mörgum róttækum og íþyngjandi fjölþjóðlegum samningum er svo komið að ríki, sveitarfélög, smærri samfélög og einstaklingar hafa sífellt minna svigrúm til sjálfsákvörðunar. Ýmsir samningar hamla mjög aðgerðum til verndunar umhverfis og meiri hagsældar. Því er aðkallandi að kortleggja þá alþjóðlegu samninga sem hefta sjálfsákvörðunarrétt og segja strax upp þeim sem ganga gegn hagsmunum náttúrunnar og samfélagsins. Gerðir verði í þeirra stað milliríkjasamningar sem tryggja; eðlileg viðskipti, verndun umhverfis, jafnræði og kjör fólks.

Afnám kapitalisma. Félögum verði óheimilt að skila hagnaði. Ef fólk hefur svo lítinn áhuga á einhverju að það sé bara að gera það til að græða pening þá þarf það að finna sér eitthvað annað að gera. Eignir verði í opinberri skrá. Eingarrétturinn verði skilyrtur við að auðkenni einstaklings komi fram.

Eigendur fyrirtækja verði allir skráðir. Svo þarf „eignaþak“. Það er að sjálfsögðu erfitt að taka af fólki það sem það hefur þurft að fórna samvisku sinni til að eignast. En því miður, eitthvert eignafólk hefur komið óorði á hópinn og því telst ekki óhætt að neinn eigi of mikið. Viðmiðunin gæti tengst því að viðkomandi geti ekki beitt “peningavaldi”