Skip to main content

Guðmundur Karl Karlsson

SuðvesturkjördæmiHver er píratinn og af hverju er hann hér?

Ég hef verið að berjast fyrir réttindum barna í um ár. Ég tel mig geta gert sem mest sem fulltrúi Pírata á Alþingi.

Hvaða stefnumál, úr samþykktum stefnum Pírata, þykja þér mikilvægust fyrir komandi kjörtímabil?

Stefnumál um mál flóttamanna finnst mér einstaklega flott enda búið að vera það sem ég hef barist fyrir. En allt sem tengist velferð og félagsmálum er mér mjög mikilvægt.

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já. Þar var mikil vinna lögð í tillögu að nýrri stjórnarskrá af fólki landsins.

Með hvaða hætti telur þú líklegast að Píratar geti fengið málum sínum framgengt á þingi?

Með því að beita rökum og leggja fram staðreyndir.

Myndir þú segja af þér þingmennsku ef þú sæir þér ekki fært um að vinna með þingflokki pírata?

Ég held það sé það eina heiðarlega í stöðunni. Enda er ekki bara verið að kjósa mig, heldur flokkinn allan og það væri ekki sanngjarnt við kjósendur að skipa um flokk eða gerast óháður.

Ferilskrá frambjóðanda 

Ég útskrifaðist frá HR með Kerfisfræðigráðu árið 2005 og hef starfað sem forritari og hugbúnaðrasérfræðingur síðan þá.

Síða frambjóðandans á kosningavef Pírata

Heimasíða frambjóðandans

Hagsmunaskráning frambjóðanda

Ég og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson erum systkinabörn. En við erum ekki með náið samband og okkar hagsmunir eiga ekki samleið.