Skip to main content

Eyþór Máni Steinarsson

SuðurkjördæmiHver er píratinn og af hverju er hún hér?

Eyþór Máni heiti ég og sækist eftir 3-5 sæti á lista Pírata í suðurkjördæmi.

Ég er fæddur og uppalinn á Hellu en flutti í borg óttans á eigin spýtur sextán ára gamall til þess að uppfylla þann langþráða draum að stunda nám við tölvufræði í Tækniskólanum. Ég hef síðan þá lokið námi mínu við Tækniskólann og stunda núna nám í Viðskiptafræði í Háskóla Íslands.

Síðan í fyrra hef ég unnið sem hugbúnarðarsérfræðingur hjá Advania. Samhliða því kenni ég upplýsingatækni sem stundakennari í Austurbæjarskóla. Einnig starfa ég mikið fyrir Kóder, frjáls félagasamtök sem vilja kynna forritun fyrir öllum börnum landsins. Síðan í febrúar 2016 höfum við kennt rúmlega 1100 börnum um allt land grunnatriði í forritun. Ég er núna stjórnarformaður Kóder og beiti mér við það að auka nú þegar víðamikla starfsemi félagsins.

Hvaða stefnumál, úr samþykktum stefnum Pírata, þykja þér mikilvægust fyrir komandi kjörtímabil?

Menntamál þykja mér mikilvægust en mér finnst einnig mjög mikilvægt að bæta úr grunn-vinnuaðferðum alþingis til þess að auka gegnsæi og getu almennings til þess að taka þátt í ákvörðunum þess.

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Að sjálfsögðu, það er búið að kjósa um málið.

Með hvaða hætti telur þú líklegast að Píratar geti fengið málum sínum framgengt á þingi?

Með yfirvegaðri og málefnalegri orðræðu grundaðri á staðreyndum. Með því að vinna í auknum mæli með öðrum flokkum og að halda áfram að boða réttlæti og opinberun upplýsinga.

Myndir þú segja af þér þingmennsku ef þú sæir þér ekki fært um að vinna með þingflokki pírata?

Ég get varla ímyndað mér að þessar aðstæður gætu nokkurntíman komið upp en undir þeim ólíklegu kringumstæðum að engin málamiðlun

Ferilskrá frambjóðanda: 

Ferilskrá frambjóðanda

Síða frambjóðandans á kosningavef Pírata

Heimasíða frambjóðandans

Hagsmunaskráning frambjóðanda:
Ég sit í stjórn frjálsra félagasamtaka sem berjast fyrir upplýsingatæknikennslu á grunnskólastigi.