Skip to main content

Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir

SuðvesturkjördæmiHvaða stefnumál, úr samþykktum stefnum Pírata, þykja þér mikilvægust fyrir komandi kjörtímabil?

Grunnstefna Pírata er mikilvægasta samþykkta stefna Pírata þar sem hún er leiðbeinandi fyrir allar aðrar stefnur Pírata. Af öðrum stefnum eru stefnur okkar um heilbrigðismál brýn nauðsyn, stefnur um húsnæðismál, mannréttindi og ekki síst stefnur okkar um gagnsæi í ljósi þess af hverju við erum nú, ári síðar, að kjósa enn á ný.

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já, ég tel mikilvægt að vilji kjósenda verði virtur. Íslendingar kusu um nýja stjórnarskrá.

Með hvaða hætti telur þú líklegast að Píratar geti fengið málum sínum framgengt á þingi?

Þingflokkur Pírata hefur hingað til unnið á þann hátt að þau hafa verið samkvæm sjálfum sér, hafa leitað til kjósenda eftir eftir málefnum og sýnt metnað í verkum sínum. Píratar hafa haft hátt þegar þegar borgararéttindi kjósenda eru virt að vettugi og það er styrkur Pírata.

Myndir þú segja af þér þingmennsku ef þú sæir þér ekki fært um að vinna með þingflokki pírata?

Ég myndi vilja vinna að því að sú staða kæmi ekki upp innan þingflokks okkar. En ef svo færi að ég af einhverjum ástæðum gæti ekki unnið með þingflokki Pírata, þá tel ég umboði mínu lokið og ég myndi segja af mér þingmennsku.

Ferilskrá frambjóðanda: 

Á unglingsárum minum og fram að 21 árs vann ég alls kyns störf. Að mestu van ég þó í tamningum og bústörfum. Vorið 1999 var mér, fyrir tilviljun boðið sumarstarf með fötluðu fólki og hef ég unnið innan málefna fatlaðs fólks síðan. Í þessu fyrsta starfi mínu í málefnum fatlaðs fólks lærði ég hversu mikil borgararéttindi fólks, alls fólks, skiptir máli. Mannréttindi eru réttindi sem fólk hefur verið svipt ítrekað í gegnum áranna rás og á stundum með eins lítilli fyrirhöfn og pennastriki. Þess vegna hef ég unnið með þeim sem hafa þurft að berjast fyrir sjálfsögðu aðgengi að samfélaginu, að halda borgararéttindum sínum og vera sjálfstæð.

2005 lauk ég stúdentsprófi mínu til þess að geta farið í háskólanám og 2012 skilaði ég inn BA-ritgerð minni í félagsráðgjöf og ári síðar, BA-ritgerð minni í þroskaþjálfunarfræði og fékk starfsréttindi sem þroskaþjálfi.

2014 byrjaði ég í MA-námi í fötlunarfræði og í undirbúningi mínum fyrir MA-verkefni mitt kynntist ég Pírötum. Síðan sumarið 2016 hef ég verið í fæðingarorlofi og hóf nám að nýju í H.Í. til þess að ljúka MA-verkefni mitt sem hlaut fljótt pásu eftir að stjórnarslit urðu og ég ákvað að slást í lið með rest af grasrót Pírata til þess að leggja mitt af mörkum til Pírata fyrir komandi Alþingiskosningar.

Síða frambjóðandans á kosningavef Pírata

Heimasíða frambjóðandans

Hagsmunaskráning frambjóðanda:

Ég sit í stjórn Pírata í Hafnarfirði og varastjórnarmaður í Low level games. Að öðru leyti hef ég enga hagsmunaskráningu fram að færa.