Skip to main content

Bragi Gunnlaugsson

NorðvesturkjördæmiHver er píratinn og af hverju er hann hér?

Píratinn er Bragi Gunnlaugsson. 31 ára háskólanemi búsettur í Berlín. Ég hef ákveðið að koma heim og leggja mitt af mörkum, því ég er orðinn þreyttur á að sitja við tölvuna og tuða yfir hvernig staðið er að hlutum á Íslandi. Tími til kominn að gera eitthvað í því og ég finn hvergi jafn mikinn samhug um þetta og hjá Pírötum. Hugsað er til framtíðar, ekki bara í skammtímabúnum og gamaldags lausnum og ég held að það sé akkúrat það sem Ísland þarf. Og mig langar að hjálpa til við það!

Hvaða stefnumál, úr samþykktum stefnum Pírata, þykja þér mikilvægust fyrir komandi kjörtímabil?

Mér þykir mikilvægast að auðlindum og fjármunum landsins sé betur varið fyrir almenning (eins og kemur fram í nýju stjórnarsrkránni). Það er með ólíkindum að Ísland sé eitt ríkasta land í heimi en skólar séu fjársveltir, heilbrigðiskerfið löngum komið að þolmörkum og meira að segja vegirnir ónýtir. Hvernig getur staðið á því að land sem er svo ríkt af auðlindum, að drukkna í ferðamönnum og með ótrúleg plön um stóriðju sé ekki það besta í heimi á öllum sviðum?

Ég er mikill aðdáandi beins lýðræðis og ég tel að mikið af vandamálunum sem við sem land höfum staðið fyrir síðustu ár, væri hægt að forðast með einmitt því. Mest langar mig bara að losna við þessa hræðilegu spillingu sem hefur fengið að þrífast á Íslandi öll þessi ár!

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Að sjálfsögðu. Ferlið var lýðræðislegt og mikilvægt að virða það.

Með hvaða hætti telur þú líklegast að Píratar geti fengið málum sínum framgengt á þingi?

Ég tel að breið samvinna með öllum flokkum á þingi skipti höfuðmáli. Það hefur sýnt sig að Píratar geta unnið þvert á alla “hægri-vinstri” pólitík og það er mikill styrkur. En best væri auðvitað að losna við Sjálfstæðisflokk og Framsókn og komast í spillingarlausa stjórn með sem fæstum.

Myndir þú segja af þér þingmennsku ef þú sæir þér ekki fært um að vinna með þingflokki pírata?

Ég trúi á samvinnu. Ef mér væri ekki stætt að vinna með þeim hópi sem kom mér á þing myndi ég allavega íhuga það mjög alvarlega að segja af mér þingmennsku. Einstaklingsframtakið er mikilvægt en enginn er stærri en hópurinn.

Ferilskrá frambjóðanda: 

Ég er í Fjölmiðlafræðinámi við Háskólann á Akureyri í fjarnámi. Er búsettur í Berlín síðustu tvö ár og hef þar samhliða námi m.a:

– Unnið hjá Booking.com í B2B lausnum. Þ.e ég leysti vandamál sem komu upp hjá hótelum á Íslandi sem nýttu sér þjónustu fyrirtækisins.
– Unnið að þýðingum og skrifum í lausamennsku fyrir fyrirtæki og stofnanir um allan heim.

Áður en ég flutti út vann ég hjá Vodafone IS frá 2010:

– Hóf ferilinn sem þjónustufulltrúi í versluninni Kringlunni
– 2012 færði ég mig í hlutverk Verkefnastjóra og hafði yfirumsjón með öllum viðgerðar- og ábyrgðarmálum.
– 2014 hlaut ég stöðuhækkun og sá nú um innkaup á símtækjum og tæknibúnaði fyrir Vodafone sem Verkefnastjóri. Einnig skipulagði ég flutninga á vörum (logistics) og vann náið með markaðsdeild að kynningu nýrra vara ásamt því að hafa yfirumsjón með netverslun fyrirtækisins.

Frá 2005 til 2010 vann ég hjá ÁTVR. Bæði jafnframt menntaskólanámi og svo sem aðstoðarverslunarstjóri.

Síða frambjóðandans á kosningavef Pírata

Heimasíða frambjóðandans

Kynningarmyndband frambjóðanda

Hagsmunaskráning frambjóðanda:

Hagsmunir eru engir.

Annað:

Framtíðin er okkar!