Skip to main content

Björn Helgason

SuðurkjördæmiBjörn Helgason

Ég, Björn Helgason, hef verið pírati frá unga aldri.
Þoli illa spillingu, fals, hræsni og undirferli.
Er mikið á móti misskiptingu auðs.
Vil sjá opið samfélag
Hef mikinn áhuga á ákvarðanatöku og kosningafyrirkomulagi Sviss.
Hef unnið hjá alþjóðlegum fyrirtækjum og aðstoðað fólk út um allan heim.
Hef mikinn áhuga á að rækta skóg og stunda það.

Bý á Fornustekkum II
781 Nesjum
Hornafirði

Lærði Verkfræði hjá Háskóla Íslands og svo Linköpings Tekniska Högskola.
Fyrst Vélaverkfræði og svo Industrial Ekonomy.
Síðan Medicin og Teknik.

Vann á og fyrir sjúkrahús og svo IBM í Svíþjóð og Philips í Hollandi.

Lærði svo skógfræði á Hvanneyri og hef vaxandi áhuga á skógrækt sem ég stunda á Hornafirði og Grímsnesi.

Netfang er gosinn@gmail.com

Hagsmunaskráning.
Ég á fyrirtækið Fugl og Fiskur ehf

Hef all mikla reynslu og prófað ýmislegt.

Ég átti veitingastað í  London nokkur ár meðfram vinnu í fjármálahverfi Lundúna.

Hef mikið unnið við að búa til tölvukerfi sem notuð eru af miljónum manna út um allan heim.

Ferðaðist víða til að styðja kerfin.

Ég er í daglegum samskiptum við fólk út um allan heim.

Hef skrifað margar tæknibækur og þýtt aðrar.

Var giftur í mörg ár og á dæturnar Camillu Mirju og Snæfríði Maríu sem og stjúpdótturina Guðrúnu.

Barnabörnin orðin fjögur.