Skip to main content

Ásmundur Alma Guðjónsson

SuðvesturkjördæmiHver er píratinn og af hverju er hún hér?

Píratinn er 27 ára manneskja sem býr í Kópavogi og starfar sem forritari fyrir sprotafyrirtæki.

Hún er Pírati af því að hún telur gagnsæi hjá hinu opinbera sé grundvöllurinn fyrir því að lýðræði geti virkað á heilbrigðan máta fyrir samfélagið.
Aðgengi að upplýsingum í stjórnkerfinu er algjör nauðsyn til þess að kjósendur geti tekið upplýsta og góða ákvörðun í kjörklefum, og geti fylgt sinni sannfæringu á sem bestan máta.

Hún er Pírati af því að hún vill að stjórnvöld vinni í þágu almennings, og ég vil samvinnustjórnmál í þágu þjóðarinnar í staðinn fyrir átakastjórnmál í þágu lítilla hagsmunahópa. Píratar meta hugmyndir óháð því hver flutningsmaður hennar er.

Hún er Pírati vegna þess að ég vil að fólk fái vald til að hafa rödd í þeim málefnum sem það varðar, sem og að það hafi traustan rétt til þess njóta friðhelgi í sínu einkalífi. Ríkið á sömuleiðis ekki að hafa vit fyrir fólki og reyna að vernda það fyrir sjálfu sér. Fólk á að hafa frelsi til að haga sínu lífi eins og það kýs, svo lengi sem það skaðar ekki aðra.

Hún er Pírati af því að málfrelsi er ein af grundvallar forsendum þess að lýðræði virki. Yfirvaldið á ekki að geta refsað fólki þegar það tjáir skoðanir sem henta yfirvaldinu ekki, og allt fólk hefur rétt á því að láta sínar skoðanir í ljós og svara yfirlýsingum/orðum annara, enda gengur málfrelsi í báðar áttir.

Hún er Pírati því Píratar tækla spillingu.
Við verðum að auka gagnsæið hjá hinu opinbera til þess að yfirvöld komist ekki upp með að bruðla með skattfé almennings.
Íslendingar borga nægan skatt til þess að á Íslandi ættu yfirvöld að geta haldið uppi velferðarþjónustu við almenning, sem gagnast öllum samfélagshópum.

Hvaða stefnumál, úr samþykktum stefnum Pírata, þykja þér mikilvægust fyrir komandi kjörtímabil?

Gagnsæið, til þess að gera lýðræðisumræðuna heilbrigðari á Íslandi.

Einnig er mikilvægt að við keyrum á afglæpavæðingu fíkniefna því kerfið í dag er alltaf að setja fleiri og fleiri einstaklinga utanvegar í lífinu.

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já, við eigum að virða þjóðaratkvæðigreiðsluna árið 2012

Með hvaða hætti telur þú líklegast að Píratar geti fengið málum sínum framgengt á þingi?

Með því að vera málefnaleg, heiðarleg og samkvæm sjálfum okkar, og víkja ekki frá grunngildum okkar og vera tilbúin í að vinna með öllum til þess að ná okkar markmiðum fram.

Myndir þú segja af þér þingmennsku ef þú sæir þér ekki fært um að vinna með þingflokki pírata?

Ég á rosalega erfitt með að ýminda mér aðstæður þar sem ég gæti ekki unnið með þingflokknum okkar, en væri það raunin og ég hefði reynt ítrekað að laga þau samskiptavandamál þá myndi ég segja af mér.

Ferilskrá:

Hef unnið á mörgum stöðum sem forritari frá árinu 2012
Hef einnig verið 5 sinnum aðstoðarkennari í stærðfræði kúrsum í HR
Starfaði lengi í sjálfboðastarfi fyrir alþjóðasamtök sem sendu skiptinema erlendis og hýstu erlenda nema hérlendis. Sat í stjórn þeirra frá 2014 til 2015.
Var varaformaður Ungra Pírata 2016-17.
Sit í framkvæmdarráði Pírata núna.

Síða frambjóðandans í kosningakerfi Pírata

Frambjóðadinn á facebook

Hagsmunaskráning:

Sit í framkvæmdarráði núna.