Skip to main content

Árni Steingrímur Sigurðsson

Reykjavíkurkjördæmi norðurHver er píratinn og af hverju er hann hér?

Ég er 46 ára Reykvíkingur með fjölbreytta starfsreynslu. Ég vinn við forritun hjá Mentis Cura en við erum að vinna að greiningarforriti sem les heilalínurit og spáir fyrir um þróun á Alzheimer. Ég er giftur Pálínu Ásgeirsdóttur sálfræðingi og saman eigum við einn son. Á heimilinu eru líka tvö börn hennar af fyrra hjónabandi og maki annars þeirra.

Hvaða stefnumál, úr samþykktum stefnum Pírata, þykja þér mikilvægust fyrir komandi kjörtímabil?

Stjórnarskráin, húsnæðisstefna, heilbrigðisstefna, málefni öryrkja og aldraðra.

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já.

Með hvaða hætti telur þú líklegast að Píratar geti fengið málum sínum framgengt á þingi?

Við þurfum að halda okkar striki. Við gætum gert það í Ríkisstjórn, en það er ekki nauðsynlegt að komast þangað. Við höfum sýnt að það eru fleiri tæki í tólakassanum sem leyfir okkur að fá aðra til að breyta fyrir okkur því sem við hefðum breytt sjálf. Við þurfum að “hakka kerfið” alls staðar þar sem það er mögulegt. Það er mesti styrkur okkar.

Myndir þú segja af þér þingmennsku ef þú sæir þér ekki fært um að vinna með þingflokki pírata?

Ég sæki umboð mitt til þeirra Pírata sem kjósa mig í prófkjöri. Ef vilji okkar greinir sundur þá er það ég sem þyrfti að víkja.

Ferilskrá frambjóðanda: 

Ferilskrá frambjóðanda (LinkedIn)

Síða frambjóðandans á kosningavef Pírata

Heimasíða frambjóðandans

Hagsmunaskráning frambjóðanda:

Er húseigandi og skulda Arion banka húsnæðislán. Á engin hlutabréf, sit hvergi í stjórnum fyrirtækja.