Skip to main content

Arndís Einarsdóttir

NorðvesturkjördæmiHver er píratinn og af hverju er hún hér?

Ég er pírati af því að undanfarin ár hef ég verið pólitískt utangarðs og á hvergi heima. Ég samsvara mér aftur á móti vel með píratagildunum og finnst óendanlega gaman að vinna með pírötum og píratar hafa kennt mér risaeðlunni svo óendanlega margt sem ég er þakklát fyrir

Hvaða stefnumál, úr samþykktum stefnum Pírata, þykja þér mikilvægust fyrir komandi kjörtímabil?

Stjórnarskrá er eitt það mest áríðandi. Að galopna allt sem hægt er að opna.En það er mjög erfitt að forgangsraða og segja eitt mikilvægara en annað.

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Með hvaða hætti telur þú líklegast að Píratar geti fengið málum sínum framgengt á þingi?

með upplýstri uppræðu, þolinmæði og endrum og sinnum að hafa hátt.

Myndir þú segja af þér þingmennsku ef þú sæir þér ekki fært um að vinna með þingflokki pírata?

Ég vil trúa að ég myndi gera það, en get í raun ekki svarað því fyrr en á þann hólm kemur.

Ferilskrá frambjóðanda:

Ferlinn er langur enda orðin rúmlega miðaldra, ég hef unnið við afgreiðslu, barþjónn, fiskvinnslu, hjúkrunarheimili, unnið með utangarðskonum, er nuddari að mennt og hef unnið við það, var módel í myndlistarskólum um árabil, ég er mamma, og stjúpamma, húsmóðir reyndar ekki góð en kann að hella uppá gott kaffi.

Síða frambjóðandans í kosningakerfi Pírata