Skip to main content

Ágústa Erlingsdóttir

Reykjavíkurkjördæmi suðurÉg er 35 ára , búsett í Reykjavík og er gift Birni Þór Jóhannessyni kerfisstjóra og eiganda fyrirtækisins MAP ehf. Saman eigum við eitt barn, Hannes Þór, sem er 5 ára. Ég er ósköp venjuleg meðalmanneskja sem lætur sig ýmis mál varða. Ég ákvað að bjóða mig fram til að geta verið þáttakandi í því að stuðla að auknu beinu lýðræði á Íslandi og að skapa betra samfélag. Ég hef áhuga á ýmsum umhverfistengdum málefnum, menntun og fleiru sem ég hef starfað við undanfarin ár. Auk þess hef ég áhuga á því að gerðar verði ýmsar breytingar á því kerfi sem við búum við á Íslandi í dag. Sem dæmi má nefna kvótakerfi bæði í sjávarútvegi og landbúnaði, borgaralaun, og ýmsilegt fleira.

Ferilskrá:

1993-1999 Ýmiskonar garðyrkjustörf á vesturlandi, höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði.
2000-2003 Garðyrkjumaðurinn ehf í Reykjavík – nemi og síðar verkstjóri
2003-2007 Sigurgarðar sf í borgarfirði – verkstjóri
2008- Landbúnaðarháskóli Íslands á Reykjum í Ölfusi – námsbrautarstjóri skrúðgarðyrkjubrautar
Hef starfað í verktöku sem matsaðili fyrir raunfærnimat í skrúðgarðyrkju hjá Iðan Fræðslusetur, vor 2014 og vor 2016

Menntun
1997-1999 – Tækniteiknun frá Iðnskólanum í Reykjavík.
2000-2002 – Sveinspróf í skrúðgarðyrkju frá Garðyrkjuskóla Ríkisins.
2003-2005 –Diploma í Skrúðgarðyrkjutækni frá Landbúnaðarháskóla Íslands.
2005-2007 – Útskrifast úr meistaraskóla Iðnskólans í Reykjavík og sæki um meistarabréf í skrúðgarðyrkju til Sýslumannsins í Reykjavík.